Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 94
Samningur um kaup og kiör á skipum hí. Skallagríms
í Borgarnesi
Þann 8. jan. var undirritaður samningur um kaup og kjör skip-
verja á skipum hf. Skallagríms, milli Verkalýðsfélags Borgarness og
fyrrnefnds félags.
Höfuðbreytingarnar frá fyrri samningi eru þær, að í stað áhættu-
þóknunar, sem áður var og óákveðins vinnutíma, er nú komin 8
stunda vakt og hækkun á mánaðarkaupi. Mánaðargrunnkaup full-
gildra háseta er nú kr. 500,00, léttháseta kr. 450,00 og viðvaninga kr.
400,00. Skipverjar hafa auk þess frítt fæði.
Kaup yfirmatsveins er kr. 775.00 á mánuði, en þjónustufólks kr.
350,00.
Yfirvinna greiðist með kr. 2,00 fyrir hverja byrjaða klukkustund.
Missi skipverjar fatnað sinn í strandi eða af öðrum óviðráðanlegum
ástæðum, greiðir útgerðin hverjum þeirra kr. 2000,00 í skaðabætur
auk dýrtíðaruppbótar.
Samningurinn gildir frá 1. jan. 1947 og er uppsegjanlegur tvisvar á
ári: 30. júní og 31. des. með eins mánaðar uppsagnarfresti.
Nýr kiarcsamningur ó Hvammstanga
Þann 3. febr. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verka-
mannafélagsins Hvatar á Hvammstanga og Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga. Samkvæmt þessum samningi hækkaði grunnkaup verka-
manna í almennri dagvinnu úr kr. 2.20 1 kr. 2.45 á klst., í skipavinnu
úr kr. 2.45 í kr. 2.75 á klst. Skipavinna við kol, salt og sement greið-
ist með kr. 3.00 á klst. Grunnkaup kvenna hækkaði úr kr. 1.66 1 kr.
1.80 á klst. og hreingerningar greiðast með kr. 1.90 í grunn á klst.
Grunnkaup drengja 14—16 ára hækkaði úr kr. 1.66 1 kr. 1.80 á klst.
Nýr kj arasamningur í Hafnarfirði
Þann 3. febr. var undirritaður kjarasamningur milli Verkamanna-
félagsins Hlífar og H.f. Lýsis og mjöls. Er þetta vaktaskiptasamning-
ur, og stendur hver vakt 1 8 klst. í sólarhring. Grunnkaup við almenna
verkamannavinnu skal vera kr. 2.55 og kr. 2.90 á klst. fyrir þá, sem
gæta pressu og véla. Veikindadagar eru 14 á ári.
94