Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 31
til launadeilu, eins og bréf vort takmarkast við, heldur setur tilmæli
sin um hina erlendu aðstoð" í beint samband við hina pólitísku
valdabaráttu í landinu — alþingiskosningar. Hvað hefði verið sagt,
ef bréf vort hefði verið þannig?
í ritaratíð Stefáns Jóhanns
Vér höfum undir höndum gögn er sanna, að t. d. Verkamannafél.
Dagsbrún, á þeim tíma er hún var deild í I.T.F., fór oft og mörgum
sinnum fram á aðstoð, ýmist beint til I.T.F., eða gegniím Alþýðu-
samband íslands, en við látum nægja að birta hér kafla úr bréfi
Alþýðusambandsins dags. 28. febr. 1938 (í forsetatíð Jóns heitins
Baldvinssonar og ritaratíð Stefáns Jóhanns) þar sem (hr. St. Jóh.) fer
fram á nákvæmlega það sama og gert er í bréfi voru, sem nú er reynt
að þyrla upp moldviðri út af. Bréfkaflinn hljóðar svo:
„Bestyrelsen af Dagsbrún ... vil samtidig gentage sin forespörgsel:
Kan I.T.F. yde foreningen assistance i konflikter, med blokade af
skibe i fremmede havne der bliver lastecle eller lossede af strejk-
brydere" o. s. frv.
„Stjórn Dagsbrúnar ... vill jafnframt endurtaka fyrirspurn sína:
Getur I.T.F. veitt félaginu aðstoð í vinnudeilum, með því að setja
verkbann á skip í erlendum höfnum sem iestuð eru eða affermd af
verkfallsbrjótum" o. s. frv.
Óþarft er að upplýsa fullvita menn um það, að alþjóðasamtök
verkalýðsfélaga hafa nákvæmlega sama tilgang og sambönó þeirra i
hverju landi, en aðeins í stærra formi. Hvort tveggja er byggt á nauð-
syn vinnandi fólks á gagnkvæmum stuðningi i baráttunni fyrir rétti
sínum. Það er því í rauninni jafn eðlilegt að deildir í sama alþjóða-
sambandi skiptist á bréfum um þessa hluti, eins og félög í sama
landssambandi.
Tilefni hins mikla blekkingamoldviðris í Alþýðublaðinu er það, að
sambandsfélag, sem reiknaði með því að lenda í deilu, hvað ekki
kom til, fól sambandinu að leita upplýsinga hjá samtökum erlendra
flutningaverkamanna um aðstoð, ef á þyrfti að halda. Þetta er allt
og sumt, og mun harla torvelt að sjá neitt óvenjulegt eða ámælisvert
við þetta.
31