Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 53
alla. Öll hafa þessi loforð verið svikin. Þannig er það til dæmis kunn-
ugt orðið um eignaaukaskattinn, sem lagður var á eignamenn. Hann
var einungis lítilsháttar syndakvittun sem tekin var af hæsta kúfnum,
en var i raun og veru engin tekjuskerðing og þvi ekkert sambærilegur
við launaskerðinguna hjá nálega hverjum launþega í landinu. En
niðurskurður vísitölunnar kemur þessum sömu eignamönnum hins
vegar allflestum til tekna.
Stjórn Alþýðusambandsins mótmælti að sjálfsögðu lögum þessurn
þegar við setningu þeirra. Og svo var og um allan þorra hinna ein-
stöku verkalýðsfélaga. Allar þær röksemdir, sem fram voru bornar í
mótmælum þessum hafa reynzt sannar, og raunar fleiri ágallar komið
i ljós. Þessu til sönnunar þykir rétt að benda á eftirfarandi ummæli
eins af hagfræðingum þeim, sem mest hefur fjallað um þessi mál að
undanförnu, Jónasar Haralz. Honum farast orð á þessa leið:
„Nú orðið liggur einnig fyrir nokkur reynsla til að dæma um þessar
afleiðingar. Með dýrtíðarlögum rikisstjórnarinnar voru laun allra
launþega lækkuð urn 8,5%, lækkun vísitölunnar nam þó ekki 4,25%,
heldur aðeins 2,7%. Lækkunin var þó raunverulega ekki nema tæp-
lega ] %%, þar sem hún byggðist að miklu leyti á auknum niður-
greiðslum og útflutningsuppbótum á kjöti, er telja má sama eðlis.
Ástæðurnar fyrir þvi, að verðlækkanirnar urðu ekki meiri, voru þær,
að tekjulækkun bænda var miðuð við 2%, en ekki 8yí>%, og að sölu-
skatturinn vóg á móti verðlækkunum, sem annars hefðu komið fram.
Á hinn bóginn var i sambandi við þessar aðgerðir lækkuð verzlunar-
álagning, flutningsgjöld, húsaleiga og verð á iðnaðarvörum. Er þessi
lækkun sjálfsagt meiri, en ætti að vera afleiðing kauplækkunarinnar,
og einnig er það bersýnilegt, að þessar aðgerðir eru meira til sýndar
en almenningi til hagsbóta, þar sem hér er eingöngu um að ræða
lagaákvæði, sem ekki hafa verið gerðar viðhlýtandi ráðstafanir til að
framkvæma. Má i því sambandi t. d. nefna, að húsaleigulækkunin
verður yfirleitt aðeins á pappírnum, og er það öllum ljóst. Hætt
er einnig við, að i mörgum tilfellum leiði álagningarlækkunin ekki til
verðlækkunar, heldur verðlagsbrota, og hjá kaupfélögunum til minnk-
aðrar arðsúthlutunar. Ekki eru neinar líkur til þess, að um áfram-
haldandi lækkun vísitölunnar verði að ræða, nema auknar niður-
greiðslur komi til. Þvert á móti má búast við, að hún fari heldur
53