Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 38
„Starfssvœði sambandsins er frá Hornafirði, austur um, að Skálum
á Langanesi, að báðum stöðum meðtöldum
Afstaða sambandsstjórnar í þessu máli var strax sú, að ekkert væri
við það að athuga að sambandsfélög ræddu i þessum landshluta eins
og öðrum stofnun fjórðungssambands, en slíkt yrði að gerast á heiðar-
legum og löglegum grundvelli, og í samráði við sambandsstjórn og
sambandsþing.
í samræmi við þetta sendi sambandsstjórn viðkomandi félögum
aðvörunarbréf. Ennfremur fór hún þess á leit við hvatamenn A.S.S.
að þeir frestuðu stofnþinginu um nokkra daga, þar til sambands-
þingið i fyrra haust hefði fjallað um málið, en við því urðu þeir
ekki.
20. þingið afgreiðir málið
20. þing A.S.Í. s.l. haust tók málið ýtarlega fyrir og samþykkti svo-
látandi ályktun með 119 gegn 66 atkvæðum:
„Þingið lítur svo á, að stofnun svonefnds A.S.S. á Akranesi 1. og 2.
þ. m. sé ekki í samræmi við lög A.S.Í. né anda heilbrigðrar starfsemi í
stéttarsamtökum alþýðunnar, m. a. af þeim ástæðum, að lög þessa
sambands gera ekki ráð fyrir því að öll sambandsfélög í þessum lands-
fjórðungi hafi rétt til þátttöku og forgöngumenn svokallaðs A.S.S.
ekki haft neitt sarnráð við Alþýðusambandið um þetta mál, og stað-
festir því ekki stofnun þessa sambands.
Jafnframt samþykkir þingið að kalla saman strax að loknu þing-
inu ráðstefnu með þingfulltrúum frá sambandsfélögum í umræddum
landshluta öllurn og segi hún álit sitt á málinu."
Ráðstefnan segir sitt álit
Ráðstefna þessi var haldin þegar í stað að þingi loknu 12. nóv. s.l.
og samþykkti hún einróma eftirfarandi:
„Ráðstefnan staðfestir álit 20. þings Alþýðusambands íslands um
það, að stofnun svokallaðs Alþýðusambands Suðurlands á Akranesi
1. og 2. þ. m. sé hvorki að því er undirbúing snertir né skipulags-
ákvæði samrýmanleg lögum né anda Alþýðusambands íslands og
mótmælir henni sem lögbrotum.
38