Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 40
annað en flokkspólitískt einkafyrirtæki þeirra Alþýðublaðsmanna,
sem miðar að sundrung í alþýðusamtökunum.
Ráðizt að baki einingunni.
A.S.Í. útilokað frá ríkisútvarpinu 1. maí
Eftir að 20. þingið og fjórðungsráðstefna höfðu afgreitt mál A.S.S.
heyrðist ekkert frá þessu fyrirtæki þar til Alþýðusambandi íslands
barst í hendur eitt bréf enn undir nafni A.S.S., þar sem ráðizt er að
Alþýðusambandinu fyrir það, að það skyldi ekki taka þátt í klofn-
ingsráðstefnu 9.—10. marz s.l. í London, sem enskir og amerískir
hægrimenn í Alþjóðasamtökum verkalýðsins efndu til, í því skyni að
styrkja blokkmyndun ameríska auðvaldsins í Vestur-Evrópu og koma
á klofningi innan Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna.
Næst leiddi nafnið A.S.S. athygli þjóðarinnar að sér með áskorun-
inni til valdhafanna um að útiloka heildarsamtök íslenzkrar alþýðu
frá ríkisútvarpinu 1. maí.
A.S.V.
En það voru fleiri nöfn en A.S.S., sem risu úr djúpi þagnarinnar og
gleymskunnar í sambandi við áskoranir til andstæðinga verkalýðsins
um að banna heildarsamtökum íslenzkrar alþýðu orðið 1. maí s.l.
Þetta var nafn Alþýðusambands Vestfjarða (A.S.V.).
Um þetta segir sambandsstjórn í bréfi til Vestfjarða, er birtist í
Vinnunni, 10,—11. tbl„ m. a. svo:
Reynt var að skreyta verknað þennan með þeirri „smekklegu“
skýringu, að með þessu ætti að varna kommúnistum máls (sem sé
ofsækja vissa menn vegna stjórnmálaskoðanal!) — en hvað sem því
líður er staðreyndin sú, að samkvæmt áskorun manna, er mæltu í
nafni A.S.V., var heildarsamtökum íslenzkrar alþýðu neitað um að
flytja hina venjulegu útvarpsdagskrá sína 1. maí, — og því borið við,
að innan sambandsins væri ósamkomulag um tilhögun dagsinsH —
Allar ræður, sem flytja átti við þetta tækifæri, lágu fyrir útvarpsráði
í handriti, — og fundu hinir hárnákvæmu ritskoðendur andstæðing-
anna ekkert sérstakt við þær að athuga né óskuðu heldur breytingar-
40