Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Blaðsíða 54
hækkandi, vegna verðhækkana á erlendurn vörum og aukinna við-
skipta við lönd með mjög háu verðlagi.
í þessu sambandi er einnig vert að benda á það, að visitalan er
mjög röng sem stendur og hefur verið alllengi undanfarið. Byggist
þetta á því, að vísitölUgrundvöllurinn er nú löngu úreltur, en þó
fyrst og fremst á þremur rnjög alvarlegum .skekkjum, sem raunar
mætti kalla falsanir. Pessar þrjár skekkjur eru: 1) Húsaleiga er miðuð
við löglega leigu í húsum byggðum fyrir 1940, en ekki við raunveru-
lega meðalleigu né heldur lögleyfða meðalleigu eins og nú er. Munar
þetta um 19 stigum, ef aðeins er talin lögleg meðalleiga, en ekki
reiknað með svartamarkaðsleigu þeirri, sem mikið kveður að. 2)
Kjötverð vísitölunnar er lakkað um hina svokölluðu kjötuppbót. Nær
þetta engri átt, þar sem þar er raunverulega aðeins um skatta-
lækkanir að ræða, sem ekki ættu að teljast í visitölunni frekar en
beinir skattar yfirleitt. Þar að auki er þessi uppbót miðuð við alltof
lítið magn í samanburði við raunverulega neyzlu. Munar þetta um
27 stigum. 3) í vísitölunni er reiknað með verði á dönsku smjöri,
sem nú hefur ekki fengizt lengi og alltaf f mjög litlum rnæli. Munar
þetta um 7 stigum.
Þessar skekkjur nema því samtais 53 stigum, sem vísitalan er of
lág. Sé nokkuð tillit einnig tekið til hins úrelta grundvallar, mun
það varlegt að telja að vísitalan ætti að vera 380—390 síig x' stað um
320.
Það er full ástæða til þess fyrir launþega að krefjast þess, að þessar
alvarlegu skekkjur séu leiðréttar hið fyrsta, og hafa vakandi auga
með því, að ekki sé haldið áfram á sömu braut, þar sem rétt vísitala
er sá eini mælikvarði, sem þeir geta metið við kaupmátt launa sinna
og breytingar á þeim kaupmætti.
Af því, sem sagt hefur verið hér að framan, er ljóst, að með dýr-
tíðarlögum ríkisstjórnarinnar var framkvæmd allveruleg kauplækkun
án þess að í kjölfar hennar sigldi nokkur verðlækkun að heitið gæti.“
Sfðan þetta var ritað hefur eins og fyrr er drepið á komið f ljós,
að fölsun kaupgjaldsvísitölunnar er orðin á annað hundrað stig og
nemur út af fyrir sig um 25% kauptjóni. Um hina „svörtu hlið“
dýrtíðarmálanna verða auðvitað ekki gefnar neinar skýrslur, þar er
einungis unnt að styðjast við einstök dæmi.
54