Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 3
INNGANGUR
2
Guðrúnu Steinþórsdóttur og Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur, eru nýleg
verk þriggja íslenskra höfunda til umfjöllunar auk þess sem samtímabókaút-
gáfa á Norðurlöndunum er greind.
II
Höfundarverk Þórbergs Þórðarsonar hefur allnokkra sérstöðu í íslenskri
menningarsögu. Með þeirri fullyrðingu er ekki síst tekið mið af hversu fjöl-
breytilegt það er. Kunnastur er Þórbergur mörgum lesendum fyrir tíma-
mótaverkið Bréf til Láru og þann mikla sjálfsævisagnabálk sem gjarnan er
vísað til sem Suðursveitarbókanna. Auk þessara verka liggja ekki aðeins eftir
höfundinn nokkur ljóðasöfn, heldur einnig töluvert af þýðingum jafnt á
fagurbókmenntum og yogaritum, ævisögur annarra manna (þar er Ævisaga
Árna prófasts Þórarinssonar án efa þekktust, 1945–1950), pólitísk ádeilurit og
ferðaskrif (svo sem Rauða hættan, 1935), þjóðfræðaefni og skrásetningar á frá-
sögnum. Við bætast skrif hans um málvísindi og alþjóðamálið esperanto, að
ónefndum skrifum á því máli, og loks fjölmargar ritgerðir um ólíkustu efni.
Oft hefur verið bent á að Þórbergur hafi verið nokkurt ólíkindatól og
sjaldnast ráðist í ritun þeirra verka sem lesendur biðu með nokkurri óþreyju.
Löng bið varð eftir nýrri frumsaminni bók frá honum eftir útgáfu Bréfs til
Láru árið 1924. Þegar hann hafði markað sér stað með sjálfsævisögulegum
skrifum í Íslenskum aðli (1938) og tveimur bindum Ofvitans (1940 og 1941),
hvarf hann frá honum og tók ekki þráð lífssögunnar upp aftur fyrr en með
útgáfu Suðursveitarbókanna á síðari hluta sjötta áratugarins. Þess í stað réðst
Þórbergur í tvö verk sem eru í grunninn skrásetning á frásögnum annarra
og tengja má þjóðfræða- og vísindaiðkun hans; annars vegar er bókin Ind-
riði miðill (1943) og hins vegar Viðfjarðarundrin (1943), en hvorugt þessara
rita hefur dregið að sér mikla athygli fræðimanna. Í yfirgripsmikilli ævisögu
sinni um Þórberg kemst Halldór Guðmundsson svo að orði að líklega hafi
það verið „hugsunin um að bækur skyldu vera fræðandi og göfgandi, sem
var svo rík í honum allt frá bernsku“ sem „hafi dregið úr lönguninni til að
skrifa framhaldið“.2 Á svipuðum nótum furðar Halldór sig nokkuð á því að
í þekktri „Endurfæðingarkróniku“ sinni segist Þórbergur hafa „[e]ndur-
fæð[…]st skýrt og skorinort til ritstarfa“ á árunum 1932 og 1933, en það ferli
hafi hafist í apríl 1932 og síðan endanlega rifið „sig í gegn um [hann] með
2 Halldór Guðmundsson, Skáldalíf. Ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri,
Reykjavík: JPV, 2006, bls. 255.