Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 4
SAMKVæMISLEIKIR
3
skakandi ofsa í nóvembermánuði 1933“.3 Undrun Halldórs snýr að því að
ekki sé „einsog ritstörf [Þórbergs] taki nýja stefnu“ á þessum tíma, vissulega
komi út tvær bækur árið 1933, Alþjóðamál og málleysur og Pistilinn skrifaði…,
en þetta séu „í meginatriðum „nytsemdarbækur“ þótt gamanmál fljóti með
í pistlunum“.4 Hér glittir í sjónarhorn sem segja má að hafi verið ríkjandi
í rannsóknum á Þórbergi. Áherslan hefur einkum verið á þau verk sem
talin hafa verið til fagurbókmennta.5 Pétur Gunnarsson fer vítt yfir sviðið
í tveggja binda ævisögu sinni um Þórberg en leggur þó mesta þungann á
fagurfræðileg verk hans.6 Soffía Auður Birgisdóttur hugar svo, í viðamiklu
riti sínu um verk Þórbergs, einkum „að þeim stefjum sem tengjast fagur-
fræði skáldskaparins og listrænni úrvinnslu hins skapandi höfundar á ævi-
sögulegum efniviði“ en sneiðir að mestu hjá umfjöllun um bæði sósíalisma
og guðspeki í höfundarverkinu.7
Sjónarhornið á Þórberg sem höfund fagurbókmennta öðru fremur hefur
leitt til þess að mörg verka hans hafa lent meira og minna utangarðs í um-
fjöllun fræðimanna. Með nýútkomnu riti Kristjáns Eiríkssonar um esper-
antotímabilið hefur verið fyllt upp í stóra eyðu í rannsóknunum. Íslensku-
mælandi fræðimenn hafa loks fengið aðgang að þeim hluta höfundarverksins
sem skrifaður var á esperanto en hefur ekki verið aðgengilegur á íslensku
fyrr. Í riti sínu kemst Kristján svo að orði að vinna Þórbergs að framgangi
alþjóðamálsins hafi „jafnan orðið útundan þegar menn hafa skrifað um þann
mikla meistara máls og stíls“ og víkur í því samhengi einnig að guðspeki-
áhuga Þórbergs.8 Hann nefnir þar með tvö svið sem gegna veigamiklu hlut-
verki á höfundarferlinum. Ef marka má endurfæðingarkróníku Þórbergs er
ljóst að þau teygja sig í sameiningu yfir sautján ára tímabil, sem eru helstu
mótunarár höfundarins, frá 1917 til 1933. Raunar má velta fyrir sér að hvaða
marki endurfæðingarkróníkan, sem fræðimenn hafa gjarnan sótt til við að-
3 Þórbergur Þórðarson, „Endurfæðingarkróníkan“, Þórbergur Þórðarson. fræðimaður,
spámaður, skáld fimmtugur 1889 12. marz 1939, samansafnað af Stefáni Einarssyni,
Reykjavík: Heimskringla, Reykjavík, 1939, bls. 7–11, hér bls. 11.
4 Halldór Guðmundsson, Skáldalíf, bls 242.
5 Hér er einnig vert að benda á að Alþjóðamál og málleysur var hið eina af stærri ritum
Þórbergs sem ekki var endurútgefið í heildarútgáfu á verkum hans.
6 Pétur Gunnarsson, ÞÞ. Í fátæktarlandi, Reykjavík: JPV, 2007; Pétur Gunnarsson, ÞÞ.
Í forheimskunarlandi, Reykjavík: JPV 2009.
7 Soffía Auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar,
Reykjavík: Opna, 2015, bls. 38.
8 Kristján Eiríksson, Lifandi mál lifandi manna. Um esperantotímabil Þórbergs
Þórðarsonar, Reykjavík: JPV, 2020, bls. 7.