Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 6
SAMKVæMISLEIKIR
5
bergs, en undir hana heyra þau þrjú svið sem Þórbergur tilgreinir jafnan
sérstaklega í skrifum sínum: guðspeki, spíritismi og indversk speki, einkum
yoga.11 Þórbergur lagði gjarnan ríka áherslu á mikilvægi guðspekinnar og í
texta frá árinu 1950 kemst hann meðal annars svo að orði að guðspekin hafi
verið sér „stórkostlegri opinberun en nokkuð annað, sem skynfæri mín hafa
komið nærri.“12 Guðspekin og hin indversku fræði urðu í raun sá grunnur
sem hann byggði síðari skrif sín á og setja mark sitt á öll þau verk sem á eftir
fylgja. Fræðimenn hafa sýnt þessum þáttum takmarkaðan áhuga, þótt Sigfús
Daðason hafi þegar árið 1981, í ritgerð sinni um Þórberg, bent á „að varla
verð[i] komizt hjá að álykta að guðspekin hafi orðið miðja heimsskilnings
Þórbergs, og að um önnur helztu hugsunarefni hans verði að fjalla í sam-
bandi þeirra við guðspekina, eða út frá guðspekinni“.13 Greinarnar tvær snú-
ast hvor á sinn veg um þátt dulspekinnar í tveimur af lykilverkum Þórbergs,
um leið og þær tengja þau öðrum skrifum hans um andleg og dulræn efni.
Í greininni „Allt sem hefur verið til, heldur áfram að vera til“ gerir Stefán
Ágústsson náttúrutrú og dulspeki í bókinni Steinarnir tala að viðfangsefni.
Hann dregur fram hvernig frásögnin endurspeglar ekki aðeins staðbundna
náttúrutrú úr Suðursveit, heldur sækir einnig ýmislegt í náttúruspeki og
rit eftir lykilhöfunda guðspekinnar á alþjóðavettvangi. Þannig sýnir hann
mjög skýrt hvernig Þórbergur samþættir hið staðbundna og hið alþjóðlega
og hvernig guðspekin gegnsýrir þankagang hans. Í greininni „Krishnamurti
og Þórbergur“ beinir Álfdís Þorleifsdóttir aftur á móti sjónum að Íslenzkum
aðli og ræðir verkið ekki síst í ljósi skrifa Krishnamurtis og hugmyndarinnar
um „blekkinguna“ eða maya. Um áhrif Krishnamurtis á Íslenzkan aðal hefur
ekki verið fjallað fyrr, en um guðspekina og maya í verkinu ræddi Álfdís í
MA-ritgerð sinni.14 Með hliðsjón af þeim hefðum sem Stefán og Álfdís gera
grein fyrir blasa sjálfsævisöguleg verk Þórbergs við á nýjan hátt, sem frá-
sagnir og jafnvel nokkurs konar dæmisögur um fyrri tímabil á vegferð hans
til þroska. Þriðja greinin er helguð öðrum mikilvægum þætti í höfundar-
11 Sjá meðal annars Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið. Matthías Johannessen
ræðir við Þórberg Þórðarson, Reykjavík: Tindur, 2017 [1959], bls. 27.
12 Þórbergur Þórðarson, „Bréf til Kristins“ [1950], Bréf til Láru, Eldvígslan, Lifandi
kristindómur og ég, Bréf til Kristins og fleiri bréf, Reykjavík: Mál og menning, 1980, bls.
247–272, hér bls. 259.
13 Sigfús Daðason, „Þórbergur Þórðarson“ [1981], Ritgerðir og pistlar, Þorsteinn
Þorsteinsson annaðist útgáfuna, Reykjavík: Forlagið, 2000, bls. 144–185 hér bls.
179.
14 Álfdís Þorleifsdóttir, Bókin um blekkinguna, MA-ritgerð í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Íslands, 2018.