Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 8
SAMKVæMISLEIKIR
7
í hug – án þess að leggja nokkuð á sig annað en að hafa símann við höndina.
Auk þess er einfaldara en nokkru sinni fyrr að nálgast upplýsingar um allt
milli himins og jarðar, við erum svo að segja með heiminn í lófanum.17
Upphaf íslenskrar nútímaskáldsagnaritunar er eins og flestum er kunn-
ugt tengt verkum risanna tveggja Þórbergs og Halldórs Laxness. En eins
og dæminu hér að ofan var ætlað að draga fram er vart hægt að lýsa sam-
félagsbreytingunum sem hafa orðið á þeim tæplega hundrað árum frá því að
Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) og Bréf til Láru (1924) komu út. Það væri
stiklað á ansi stóru með því að nefna fáeina stólpa á borð við borgarmyndun,
heimsstyrjöld og hernám, femínisma og hnattvæðingu, en allt hefur þetta
sett mark sitt á bókmenntir á 20. öld. Þá má spyrja hvað einkenni íslenskar
bókmenntir á 21. öld? Það sem af er öldinni hefur heimsmyndin enn tekið
stakkaskiptum því veldur meðal annars efnahagshrun, tækni-, samskipta- og
upplýsingabylting, aukin vitund um loftslagsbreytingar af mannavöldum og
nú síðast heimsfaraldur. Hinar flóknu áskoranir samtímans endurspeglast í
skáldskapnum en nefna má að fyrstu verkin sem fjalla um einangrun á tímum
kórónuveirunnar eru þegar tekin að birtast.18
Heimilunum sem eiga ritsöfn eftir höfunda eins og Þórberg og Halldór
Laxness í bókahillunni fer líklega fækkandi í framtíðinni en á sama tíma er
auðveldara en nokkru sinni fyrr að nálgast bækur alls staðar að úr heiminum.
Þá er ekki ólíklegt að í bókasöfnum – til dæmis í símanum eða spjaldtölvunni
– hjá hverjum og einum sé að finna aragrúa af textum, lesi þeir á annað
borð. Og það boðar ekki endilega dauða hinnar prentuðu bókar, því eins og
fram kemur í grein í þessu hefti er grasrótraútgáfustarfsemi þar sem lögð er
áhersla á prentverkið og fagurfræði þrátt fyrir allt öflug um þessar mundir.
En hvaða áhrif hefur ótakmarkað upplýsingaflæði á textana sem við veljum
að skrifa – og lesa? Rithöfundar nútímans takast á við veruleikann í skrifum
sínum eins og Þórbergur á sínum tíma. Þó að margt sé breytt er áskorunin
sú sama; höfundarnir þurfa að velja og hafna úr þeim hafsjó upplýsinga sem
17 Þessi samanburður tímanna er í gamni gerður því vissulega vekur hann upp
spurningar um hvaða breytingar felist í því ferli sem hér má greina frá vísindalegum
athugunum til rafrænnar skrásetningar og upplýsinganeyslu. Nútímamaðurinn
safnar allskyns upplýsingum án þess þó að hann veiti þeim endilega eftirtekt eða
vinni úr þeim á sama hátt og Þórbergur gerði forðum.
18 Sem dæmi í íslensku samhengi má nefna ljóðabækur Lindu Vilhjálmsdóttur,
Kyrralífsmyndir og Valdimars Tómassonar Veirufangar og veraldarhamur og
skáldsöguna Hótel Aníta Ekberg eftir Helgu S. Helgadóttur, Steinunni G. Helgadóttur
og Siggu Björgu Sigurðardóttur, en allar komu út í sumar.