Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 14
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
13
seinni hluta ferils skáldsins, þegar heimssýn hans er komin í fastar skorður,
snýr hann sér að æsku sinni og gerir henni skil í röð sjálfsævisögulegra verka.
Árið 1956 kom það fyrsta, Steinarnir tala. Í kjölfarið kom Um lönd og lýði
(1957) og loks Rökkuróperan (1958) sem er síðasta sjálfsævi sögulega verkið
sem Þórbergur sendi frá sér. Fjórða bók var gefin út árið 1974 eftir andlát
skáldsins sem hluti af safnritinu Í Suðursveit en í þeirri bók eru allar bæk-
urnar um æskustöðvarnar sameinaðar.7
Þær gátur sem ungi maðurinn í Kennaraskólanum vænti lausna á glímdi,
Bergur litli, sögupersóna Suðursveitarbálksins við en hann reyndi að öðl-
ast dýpri skilning á stór brotinni náttúru sveitarinnar sem hann var órofa
hluti af, og um leið að svara grundvallarspurningum um tilveru sína með
þeim vísindalegu aðferðum sem hann kom sér upp. Náttúrusýn drengsins
sem birtist í Steinarnir tala er um margt sérstök. Í þessari grein verður hún
skoðuð og leitast við að varpa ljósi á hvar rætur hennar liggja. Þó flestir sem
um verk Þórbergs hafa fjallað geri sér grein fyrir sérstöðu náttúrutrúarinnar
(e. animism) í Steinarnir tala, þá hafa rætur hennar aldrei verið kannaðar til
hlítar. Ljóst er að guðspeki hafði mikil áhrif á Þórberg Þórðarson, sem og
ýmiss konar austræn fræði, og því er ekki óeðlilegt að spyrja þeirrar spurn-
ingar hvernig hugmyndir slíkra þekkingar kerfa birtist í verkum skáldsins og
hvort sú náttúrutrú sem sjá má í kenningum guðspekinga eigi eitthvað skylt
við þá sem tíðkaðist í Suðursveit.8
„Endurfæðing“ til guðspeki
Sigfús Daðason virðist vera sannfærður um strax árið 1981 að guðspekin
skipi veigamikinn sess í lífi og verkum Þórbergs, ekki síst þeim síðari, en
hann rakti þau tengsl ekki sérstaklega:
Og satt er það að miklu opinskárra er spíritisminn boðaður í ritum
Þórbergs en guðspekin. en þó svo sé þá mun mega greina mark
7 Í þessari grein er stuðst við útgáfu Máls og menningar: Þórbergur Þórðarson, Í
Suðursveit, Reykjavík: Mál og menning, 1984.
8 Birtingarmyndir náttúrutrúar eru mismunandi milli menningarheima og trúar-
bragða og því er hún síst af öllu einfalt fyrirbæri. Nú er hugtakið notað til þess að
skilgreina þá heimssýn sem gerir ráð fyrir að allir hlutir, lifandi og dauðir, hafi sál
en ekki aðeins menn. Þessa skilgreiningu á fyrirbærinu má rekja til mannfræðings-
ins edward Burnett Tylor. Hann og sporgöngumenn hans hafa í seinni tíð verið
gagnrýndir fyrir kenningar sínar en náttúrutrú hefur lengi verið jaðarsett og eignuð
frumstæðum samfélögum, svonefndum villimönnum, en mannhverf menning Vest-
urlandabúa verið talin æðri og þróaðri. Að þessu verður vikið seinna í greininni.