Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 16
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
15
ingu sem Þórbergur aflaði sér síðar á lífsleiðinni. Margir þeirra sem fjalla um
verk Þórbergs hafa skoðað þau út frá ákveðnum þáttum í lífshlaupi hans en
fyrstur í þeirri röð var Stefán einarsson. Hann bað Þórberg á sinni tíð um
að senda sér nokkrar upplýs ingar um ævi sína. Árið 1934 brást Þórbergur
við þessari beiðni og ritaði samantekt, undir titlinum Endurfæðingarkróníka,
um þau atriði sem höfðu djúpstæð áhrif og mörk uðu tímamót á ferli hans
og hann nefndi endurfæðingar. Stefán birti saman tektina síðan í bók sinni
Þórbergur Þórðarson fræðimaður – spámaður – skáld, fim mtugur sem kom út í
tilefni hálfrar aldar afmælis skáldsins.14
Það kann að vera að einhverjum finnist hálfkæringur einkenna framsetn-
ingu Þórbergs í Endurfæðingarkróníkunni en enginn vafi er á að þau tímamót
á ævi hans sem hann nefnir endurfæðingar skipa veigamikinn sess og áhrifa
þeirra gætir víða í höfundarverki hans. engum dylst til dæmis háðið sem
Þórbergur beinir að nýrómantískum skáldum í ljóðabókum sínum en árið
1914 frelsaðist hann undan þeim „póetíska svindlara“ einari Benediktssyni.15
endurfæðingarnar urðu sex talsins. Sú fyrsta varð árið 1906 þegar skáldið
fékk náttúru til kvenna og hóf að yrkja en sú seinasta var endurfæðing til
ritstarfa árið 1933. Fjórða endurfæðingin var sennilega þeirra afdrifaríkust
en árið 1917 hellti Þórbergur sér út í guðspeki, jógaheimspeki og spírit isma
sem breyttu sýn hans á tilveruna. Hann lýsir þessari endurfæðingu svona:
Hlunkast á októbermánuði um kl. 6 að kvöldi, þá staddur á Lauga-
veginum rétt fyrir ofan Bergstaðastræti, með vígahnattarhraða
niður í ómælishöf guðspeki, yógaheimspeki [svo] og spíritisma, svo
að allt annað gleymist. Fæ nýja útsýn yfir gervalla tilveruna. Kýli á
andlegum æfingum. Beini mínu blikki til meistara í Tíbet. Finn al-
heimsorkuna fossa í gegnum hverja taug. Gerist heilagur maður.16
Í Meisturum og lærisveinum (stóra ævisögulega handritinu svokallaða) rekur
Þórbergur hvernig áhugi hans á guðspeki hófst, þegar hann fékk lánaðan
Lífstigann eftir Annie Besant hjá Ingimari Jónssyni.17 Þar nefnir hann jafn-
14 Stefán einarsson, Þórbergur Þórðarson fræðimaður – spámaður – skáld, fimmtugur,
Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskringlu, 1939, bls. 7–10.
15 Sama heimild, bls. 8.
16 Sama heimild, bls. 8.
17 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar. Eftir stóra ævisögulega handritinu,
Ritstj. Arngrímur Vídalín, Reykjavík: Forlagið, 2010, bls. 65–73. Áður hefur verið
bent á þessi tímamót: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„að predika dýraverndun fyrir
soltnum hýenum““, Ritið 1/2017, bls. 9–52, hér bls. 14.