Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 17
STeFÁN ÁGÚSTSSON
16
framt að hann hafi orðið sér úti um „þrjú undirstöðurit“ nítjándu aldar:
Secret Doctrine (Leyndu kenninguna, 1888) eftir Helenu Blavatsky, Human
Personality (Persónu leika mannsins, 1903) eftir Fredrik W.H Myers og On
the Origin of Species (Uppruna tegund anna, 1859) eftir Charles Darwin.18
Í framhaldinu sökkvir hann sér ofan í bækur um spíritisma og indverska
heimspeki en mest les hann þó rit guð speking anna og virðist hafa heillast af
kenningum þeirra, sannreynt þær og haldið trú við þær:19 „Og ég fann aldrei
neitt, hvorki í minni eigin hugsun né röksemdum annarra né í bókum sem
hrakti þessar kenningar eða gerði þær ósennilegar.“20
Pétur Gunnarsson bendir á að sú dulspeki sem birtist í bókinni Steinarnir
tala sé heilsteypt og sjálfri sér samkvæm.21 Þórbergur er orðinn fullorðinn og
heims sýn hans fullmótuð. Pétur segir að hann yrði ekki hissa þó að einhver
tæki sig til og setti hugmyndir og hugsjón Þórbergs um lífið í kerfi. Þegar
hafðar eru í huga þær heimildir sem hér hafa verið raktar er ekki ólíklegt að
guðspekin spili að minnsta kosti eitthvert hlutverk í þeirri heilsteyptu dul-
speki sem Pétur gerir að umfjöllunarefni sínu. Áður en það verður skoðað
nánar er nauðsynlegt að líta á hvað einkennir guðspekina.
Guðspekihreyfingin
Í kringum aldamótin nítján hundruð var geysileg þróun á sviði vísinda og
ollu ýmsar uppgötvanir því að menn þurftu að taka heimsmynd sína til end-
urskoðunar. Kenningar kirkjunnar þóttu ekki eins trúverðugar og áður og
menn leituðu nýrra leiða við að koma skikki á hugmyndir sínar um veröldina.
Thomas S. Kuhn rekur í umfjöllun sinni um vísindabyltingar hvernig rann-
sóknir á svokölluðu ljósvakareki settu kenningar um ljósvakann í uppnám
í stað þess að renna stoðum undir þær. Ástandið sem skapaðist í kjölfarið
kallar Kuhn kreppuástand þar sem samkeppni komst á milli ólíkra kenninga
úr ólíkum áttum og til varð orðræða sem lagði grunninn að byltingu, sem í
þessu tilviki ræðst af afstæðiskenningu einsteins.22
Benedikt Hjartarson bendir á að í slíku kreppuástandi sé gjarnan sótt til
18 Nafn höfundarins er ranglega ritað Fredrik Meyer í Meisturum og lærisveinum. Sjá
bls. 66.
19 Það sem hér er nefnt indversk heimspeki er strangt til tekið ólíkar trúarstefnur eða
hugmyndakerfi.
20 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 67.
21 Pétur Gunnarsson, ÞÞ. Í forheimskunarlandi, bls. 178.
22 Thomas S. Kuhn, Vísindabyltingar, þýð. Kristján Guðmundur Arngrímsson,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2015, bls. 182–185.