Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 18
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
17
dulspekilegra hefða og reynt að samþætta þær nýrri vísindalegri þekkingu.23
Hugmyndafræði dulspekingsins Helenu Blavatsky á vel heima í orðræðu
þessa kreppuástands en hún stofnaði Guðspekifélagið (e. The Theosophical
Society) ásamt Henry S. Olcott árið 1875.24 eftir andlát Blavatsky tók Annie
Besant við forystuhlutverkinu og var ötul í útgáfustarfsemi ásamt félaga sín-
um Charles W. Leadbeater.
Blavatsky gagnrýndi þá afstöðu sem vísindin og trúarbrögðin tileinkuðu
sér en bæði sviðin töldu sig ein hafa svarið við leyndardómum alheimsins.25
Guðspekinni var ekki ætlað að verða ný trúarbrögð þar sem trúarþekkingu
væri stillt upp á móti þeirri vísindalegu, heldur var það takmark guðspekinga
að beita vísindalegum að ferð um til að nálgast trúarþekkingu og yfirskilvitleg
fyrirbæri.
Guðspekin leitaði einkum til austrænna trúarbragða, bæði hindúisma og
búdd isma sem og heimspeki sem tengdist þeim, sérstaklega jógafræða en
einnig til skrifa um yfirskilvitleg fyrirbæri í kristinni trú, rita spíritista og
þess sem til var í vestrænum verkum um töfra og dáleiðslu. Í kenningum
Blavatsky er gert ráð fyrir að þau trúar brögð sem eru áberandi í veröldinni
eigi bakgrunn í sameiginlegum indógerm önskum menningararfi, kristin trú
sé ekki undanskilin en hafi fyrir seinni tíma áhrif efnis hyggjunnar villst af
leið.26
Blavatsky leitaðist því við að varpa ljósi á algildan sannleika sem hún taldi
birtast víðs vegar til dæmis í ólíkum trúarbrögðum og heimspeki. Isis Un-
veiled er eitt af grund vallar ritum frá árdögum guðspekinnar en í því styður
Blavatsky skoðanir sínar margvíslegum heim ildum sem hún viðar að sér.
Þau vinnubrögð einkenna alla hennar aðferðafræði og birtast í helstu ritum
hennar.27
23 Benedikt Hjartarson, „„Magnan af annarlegu viti“. Um strangvísindalega dulspeki
Helga Pjeturss“, Ritið 1/2017, bls. 113–173, hér bls. 136.
24 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar“,
Saga 22: 1/1984, bls. 93–172, hér bls. 98.
25 Sama heimild, bls. 3.
26 Helena P. Blavatsky, The Key to Theosophy. Being a Clear Exposition in the Form of
Question and Answer of the ethics, science, and philosophy for the Study of which the
Universal Brotherhood and Theosophical Society has been Founded: With a Copious Gloss-
ary of General Theosophical Terms, London: The Theosophical Publishing Company,
Limited, 1889, bls. 4– 5.
27 Sjá hér umfjöllun um aðferðafræði Blavatsky: Richard Michael Caputo, Spiritual-
ism, Science and Suspense. Theosophy and Supernatural Adventure Story, New York:
Stonybrook University, 2011, bls. 7.