Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 19
STeFÁN ÁGÚSTSSON
18
Aðferð Balvatsky miðaði að því að renna stoðum undir boðskapinn sem
hún flutti úr eins mörgum áttum og unnt væri og tryggja um leið að lesand-
inn gæti séð líkindin á milli þeirra ólíku heimilda sem hún dró fram. Þessi lík-
indi milli ólíkra þekkingarkerfa, til dæmis á milli heimspeki Platons og speki
vitringa í fornum sið hindúa, áttu að vera sönnun hins algilda sannleika sem
veröldin grundvallaðist á.28 Blavatsky taldi að margt í speki fornaldar, sem
vísindin afskrifuðu með hroka sínum, þyrfti ekki endilega að ganga í berhögg
við þau og hefði jafnvel meira gildi en þau. Þetta viðhorf Blavatsky er sam-
bærilegt því sem Þórbergur viðrar í grein sinni „Lifandi kristindómur og ég“:
Áður en grunnfærni efnishyggjunnar hóf sigurför sína um Vestur-
lönd, var trúin á margvísleg dularöfl og dularverur lifandi þekking
kristinna þjóða. en eftir að efnishyggjan settist í hásæti heimsk-
unnar, bakverptist kristinn lýður við dulvísi feðra sinna og varpaði
slíkum fræðum niður í myrkur hjátrúar og hindurvitna. Trúin á
annað líf varð tálskin taumlausra draum óra. Sálin varð uppstígandi
frá meltingarkirtlunum. Dularheimar og dular verur umhverfðust í
ofsjónir sjúkra heila. Ofurmennin urðu vitfirringar. Og yfirburðir
Krists stöfuðu af óreglu á þvaginu. […] Í Suðursveit stóð þó dul-
vísin gamla föstum fótum kringum síðustu aldamót. Dularheimar
og dularverur voru þar um slóðir eins bjargfastur veruleiki og hinar
sýnilegu veraldir.29
Þarna kemur skýrt fram að Þórbergur telur efnishyggjuna hafa spillt við-
horfi krist inna manna til fornrar þekkingar. Jafnframt er hann sannfærður
um að þessi forna þekking hafi fundist í heimasveit hans um aldamótin 1900.
Þetta viðhorf til efnishyggjunnar er einkennandi í störfum guðspekinga
en rík áhersla var lögð á að ekki væri um ný trúarbrögð að ræða. Það endur-
speglast í einkunnarorðum Guðspekifélagsins: „engin trúarbrögð eru sann-
leikanum æðri.“30 Auk þeirra hafði félagið þrjú yfirlýst mark mið sem öllum
dótturfélögum víðs vegar um heiminn var uppálagt að fylgja, en þó mun
stundum hafa verið býsna frjálslega með þau farið. Markmiðin voru:
28 Helena P. Blavatsky, Isis Unveiled. A Master-Key to the Mysteries of Ancient and Modern
Science and Theology 1. bindi, New York: J.W. Bouton, 1877, bls. xi.
29 Þórbergur Þórðarson, „Lifandi kristindómur og ég“, Iðunn 3/1929, bls. 242–277,
hér bls. 256–257.
30 Jón L. Arnalds, „Þroskaleiðir“, gudspekifelagid.is, sótt þann 30. maí 2020 af http://
www.gudspekifelagid.is/greinasafn/jon_l_arnalds/truarheimspeki/throskaleidir.
html.