Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 20
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
19
1. Að mynda kjarna af allsherjar bræðralagi mannkynsins, án tillits
til kynstofns, trúar, kynferðis, stéttar eða hörundslitar.
2. Hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragðanna,
heimspeki og náttúruvísindi.
3. Að rannsaka óskilin lögmál náttúrunnar og þau öfl, er leynast
með manninum.31
Í guðspeki er meginmarkmiðið að sanna með ýmsum aðferðum að menn-
irnir eigi sér sameigin legan uppruna bæði andlega og líkamlega; að mann-
kyn allt sé af sömu heild og því hafi það sem gerist í einu landi eða hendir
einn mann áhrif á heildina á eins augljósan hátt og steinninn gárar vatnið.
Uppruni mannsins verði aðeins skýrður með því að sýna fram á að allt í
alheiminum sé af sama kjarna og muni sameinast honum aftur að lokum,
hvort sem það er hlutlægt eða huglægt, sýnilegt eða ósýnilegt.32 Þessar hug-
myndir snúast um alheimsandann og þær sækja guðspekingar til austrænna
trúabragða.33 Þær má finna víða í ólíkum hugmyndakerfum heimspekinga,
trúarbragða og dulspekinga en þær má rekja allt til hugmynda Platons um
frummyndirnar.34 Síðar sóttu heimspekingar síðfornaldar í smiðju hans en
Plótínos og Próklos eru oftast nefndir sem áhrifamestu heimspekingar tíma-
bilsins sem oftast er kennt við nýplatonisma.35
Hugmyndir guðspekinga um ferli lífsandans grundvallast á því að bak við
atómið liggi önnur grunneining sem er kölluð aleind (e. monad). Þessi aleind
er hluti alheimsandans, kjarnans sem allt kemur af og hverfur að lokum aftur
til; það má til að mynda sjá í útskýringu Leadbeaters á aleindinni sem sam-
einast efninu á jörðinni og fer í gegnum ferlið sem er þróun lífs á jörðinni
31 Pétur Pétursson, „Fæðing höfundar. guðspekin og bréf til Láru eftir Þórberg
Þórðarson“, „að skilja undraljós“. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðar-
efni, ritstj. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík, Bók-
mennta og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2010, bls. 165–
187, hér, bls. 171.
32 Helena P. Blavatsky, The Key to Theosophy, bls. 41–42.
33 Um það sem hér er kallað alheimsvitund hefur einnig verið notað hugtakið alvitund,
einkum í seinni tíð.
34 Tímajos Platons er undirstöðurit nýplatonismans og birtist í hugmyndafræði ólíkra
dulspekistrauma. Blavatsky vitnar oft til ritsins, t.d. hér í umfjöllun um manns-
sálina: Helena P. Blavatsky, Isis Unveiled, bls. xix.
35 eyjólfur Kjalar emilsson, „Inngangur“; Platon, Plótínos, Samdrykkjan og Um feg-
urðina I 6, þýð. eyjólfur Kjalar emilsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2014, bls. 9–39, hér einkum síður 31–33. Í sama riti má finna útbreiddasta rit Plótí-
nosar, Um fegurðina I 6.