Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 21
STeFÁN ÁGÚSTSSON
20
sem endar með því að sameinast aftur alheimsandanum. Gjörvallt lífið á
jörðinni er þar með einhvers konar þroskaferli.36 Með skýringarmynd sýnir
Leadbeater ferli andans á sjö sviðum, maðurinn kemur til á því fjórða. Þegar
því sleppir taka við andleg tilverustig en þau tvö síðustu eru utan seilingar
mannsins.37
Þetta ferli nefnir Annie Besant lífstiga. Forsenda hans er ljósvakinn,
frumaflið sem leiðir allt framþróunarskeiðið.38 Um hann flæðir andi frum-
verunnar sem guðspekingar nefna svo og „fyrsta lífsaldan“ svokallaða leiðir
af sér samruna efnis og anda. Önnur lífsaldan streymir frá frumverunni og
veitir efninu þann eiginleika að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum.39 Sú
þriðja skapar einstaklingseðlið og forsendu þess að maðurinn geti hafið þró-
unarferli sitt.40Áður en hann kemur til sögunnar hefur andinn þróast í lífs-
gervum steina-, jurta- og dýraríkisins.41 Mannssálin fer samkvæmt Besant í
gegnum fjögur þroskastig; í lok þess fjórða er maðurinn orðinn píslarvottur
eða spámaður á mörkum hinna miklu leyndardóma en áður en því takmarki
er náð gengur hann í gegnum röð endurfæðinga á jörðinni.42
endurholdgunarkenning guðspekinnar hefur jafnan verið uppspretta
deilna, senni lega vegna þess að hún leggur meiri áherslu á þróun mann-
kynsins í heild en örlög einstaklingsins. endurholdgunin gegndi að viti
guðspekinga hlutverki í þróun mannkynsins alls og markmiðið var þróun
sálarinnar í gegnum þróunarstigin sjö. Áhugi almenn ings sneri hins vegar
fremur að nýrri leið til að ljá lífinu tilgang. Í stað þess að ekkert tæki við eftir
dauðann sá fólk möguleika á annarri tilraun til að takast á við lífið, jafnvel
í aðeins betri stöðu ef það hegðaði sér vel. en þar sem áhugi guðspekinnar
á örlögum einstaklingsins var takmarkaður voru smáatriðin í þeirri mynd
óljós.43
Þó að sýn guðspekinga á endurholdgun sé í megindráttum nokkuð skýr
var hún stöðugt til endurskoðunar. Leadbeater setur fram allglögga mynd af
36 C. W. Leadbeater, Man Visible and Invisible. Examples of Different Types of Men as
Seen by Means of Trained Clairvoyance, Adyar: The Theosophical Publishing House,
1902, bls. 6–7.
37 C.W. Leadbeater, Man Visible and Invisible, bls. 4.
38 Annie Besant, Lífstiginn. Sex alþýðlegir guðspekifyrirlestrar, Reykjavík: Bókaútgáfa
Guðspekifélagsins, 1916, bls. 24–78, hér bls. 29.
39 Sama heimild, bls. 32.
40 Sama heimild, bls. 34–35.
41 Sama heimild, bls. 34.
42 Sama heimild, bls. 41–44
43 Richard Michael Caputo, Spiritualism, Science and Suspense, bls. 127.