Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 26
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
25
greint á milli lifandi og dauðra hluta, heldur sjái menn náttúruna sem eina
lifandi heild. Af því má draga þá ályktun að tví hyggja sé orðin svo ráðandi
árið 1871 að náttúrutrúin sé frávik.61
Þegar náttúrutrú Bergs litla og fleiri persóna í Steinarnir tala er skoðuð
virðist hún, við fyrstu sýn, vera staðbundin birtingarmynd slíkrar trúar. en
þegar hún er borin saman við staðbundnar hugmyndir um náttúrutrú í fjar-
lægum og ólíkum þjóðfélögum, koma í ljós þættir sem eru sameigin legir. Af
því má draga þá ályktun að þessir þættir kunni að eiga sér rætur í sammann-
legu eðli eða að þeir eigi sér sameiginlegan uppruna í fornri menningarhefð.
einnig má færa rök fyrir því að náttúrutrú Bergs litla einkennist af
guðspeki þekkingu Þórbergs á sama tíma og hinn fullorðni sögumaður í
bókinni Steinarnir tala leggi sig fram um að lýsa náttúrunni frá sjónarhóli
barnsins. Allt í náttúrunni virðist barninu lifandi. Það einskorðast reyndar
ekki við náttúruna, heldur eru allir skap aðir hlutir lifandi, jafnt hin „dauða
náttúra“ og hlutir hins efnislega heims. Það birtist strax í fyrstu lýsingu
sögumanns á upplifun barnsins á náttúrunni:
enga sýn hef ég síðan séð og ekkert hljóð heyrt, sem hafa haft jafn
feiknleg og dulmögnuð áhrif á mig og þessi fyrstu kynni mín af
veraldarhafinu. Mér fannst það líkara lifandi ófreskju með óskiljan-
lega lögun, ægilegri, grimmri og ofsaþrunginni, heldur en andvana
náttúruundri.62
Þannig er því farið með alla hluti sem verða á vegi Bergs litla, hvort sem
það er vinur hans eldurinn, sem var heilt samfélag af kynjaverum í augum
barnsins, tað köggl arnir, sem virtust kveinka sér undan eldinum, eða viðar-
hríslurnar sem kveink uðu sér ennþá meira vegna þess að þær höfðu stærri
sál (44). Bergi er sköpuð sérstaða í samfélaginu með þessari náttúrutrú, því
sögu maðurinn tekur það fram að fólk í Suðursveit hafi almennt verið þeirrar
skoðunar að allt sem ekki þurfti að éta væri dauð náttúra:
Steinarnir, járnið, blikkið, blýið, eirinn, koparinn, látúnið, sinkið,
böndin og spýturnar, þetta var alltaf kallað dauð náttúra í Suður-
sveit, af því að það þurfti ekki að éta, og allt sem búið var til úr
þessu, var sagt að væri dautt. (150–151)
61 Cornelius Borck, „Animism in the Sciences Then and Now“, e-flux journal 36/2012,
sótt 22. janúar 2020 af http://www.e-flux.com/journal/36/61266/animism-in-the-
sciences-then-and-now/.
62 Þórbergur Þórðarson, Í Suðursveit, bls. 24. Hér eftir verður aðeins vísað til þessa rits
með blaðsíðutali í meginmáli.