Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 31
STeFÁN ÁGÚSTSSON
30
Fróðlegt er því að sjá hvernig Þórbergur lætur sögupersónu sína uppgötva
með athugunum sínum að kenningar um ljósvakann standist ekki. eins og
minnst var á hér að framan voru hugmyndir um ljósvakann að einhverju
leyti enn þá á lífi í orðræðu vísindanna um aldamótin 1900. Þær gátu þar
af leiðandi verið grundvöllur þeirra sem hugðust beita vísindalegum að-
ferðum við að skýra það sem manninum var dulið, og ljóst er að ljósvakinn
gegndi veigamiklu hlutverki í kenningum guðspekinga.69 Blavatsky fjallar
meðal annars um hann í Isis Unveiled70 en Leadbeater í Clairvoyance og þá í
tengslum við skyggnigáfuna.71
Það er Þórarinn, föðurbróðir Þórbergs, sem truflar hann við hugleið-
ingar um hvernig steinninn góði birtist og kemur ef til vill í veg fyrir að
Bergur litli skjóti einstein ref fyrir rass. Lesandinn fær því aldrei að vita
hvað Bergur ætlar að rannsaka sérstaklega við steininn: „Þetta verð ég að
rannsaka sem …“ (156) hugsar Bergur litli en er hrifinn úr þönkum sínum
af Þórarni. Bergur þykist vera að horfa eftir kindum og veðri og tekst að
leiða huga Þórarins að storminum sem virtist í aðsigi þannig að frændinn
verður að gera ráðstafanir til að bjarga húsunum í Gerði. Að því loknu gáir
Þórarinn til veðurs, sem er sjálfsagt háttalag af því að það getur komið að
gagni, öfugt við gón Bergs á steininn. Gláp drengsins virðist gagnslaust en
sjálfur er hann sannfærður um að hann muni leysa gátuna um steininn þegar
hann verði eldri (157). eftir að Þórarinn er rokinn til að bjarga húsum sínum
hefur Bergur litli næði til þess að velta fyrir sér steininum. Á því augna-
bliki sem steinninn birtist er sjónarhornið mjög greinilega Bergs litla; þá
kemur bein ræða innan gæsalappa sem sögumaður gerir sér far um að hafa
barnslega; Bergi litla liggur mikið á hjarta. Það virðist hafa runnið upp fyrir
honum ljós og hann hendir fram ýmsum grundvallarspurningum:
hann getur samt verið milljóna ára gamall, fyrst milljónir ára band-
ingi í klettabelti, so hundruð hundruð eða þúsundir ára sjálfstæð
vera eða á klettarák eða bergbrún. er ekki allt líf sona, fyrst eitt-
hvað í einu lagi, svo eitt sér? So aftur í einu lagi? (158)
Sögumaður miðlar í gegnum sjónarhorn barnsins þekkingu sinni á guð-
speki, að minnsta kosti falla þessar hugleiðingar drengsins vel að kenningum
hennar um þróun andans. Samkvæmt þeim er andinn einn og hinn sami en
tekur á sig ýmsar myndir í sambandi við efni á hinum mismunandi stigum
69 Benedikt Hjartarson, „„Magnan af annarlegu viti“. Um strangvísindalega dulspeki
Helga Pjeturss,“ bls. 24–26.
70 Helena P. Blavatsky, Isis Unveiled, bls. 126–153.
71 C. W Leadbeater, Clairvoyance, bls. 29–50.