Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 32
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
31
tilverunnar á jörðinni og frelsast til alheims andans að lokum áður en ferlið
hefst að nýju.72 Alheimsandinn er hin raunverulega tilvera en hið efnislega
líf á jörðinni er blekking.73
Bergur litli er forvitinn um hvað hafi á daga steinsins drifið og veltir fyrir
sér hvort aldrei verði fundið upp verkfæri sem sýni atburði liðins tíma en
spyr svo hvort allir atburðir verði að engu eftir að þeir eru liðnir. Þar sem
Oddný gamla í Gerði gat séð fyrir atburði, sem ekki höfðu gerst, en hún vissi
hver yrði eiginmaður hennar áður en hún hitti hann, hlaut hún að geta séð
hluti sem þegar höfðu gerst (158–159).
Þessar vangaveltur Bergs koma heim og saman við hugmyndir guð-
spekinnar um skyggni gáfu eins og Leadbeater setur þær fram. Í Clairvoyance
íhugar hann möguleika skyggns manns til að skoða alla þróun lífs og anda á
jörðinni. Að hans viti getur sá sem hefur fulla stjórn á skyggnigáfu sinni ekki
aðeins séð þróun mannsins, heldur getur hann virt fyrir sér allar þær undar-
legu myndir sem plöntur og dýr hafa tekið á sig í gegnum árþúsundin og séð
allar þær stórkostlegu jarðhræringar sem mótað hafa jörðina.74
Frá flóknum heilabrotum um eilífðina víkur hugsun Bergs aftur til Þór-
arins sem brást við yfirvofandi óveðri og reyndi að fergja allt sem gat fokið.
Tilburðir hans við að bjarga veraldlegum eigum sínum virðast hálfhlægilegir
í saman burði við vangaveltur Bergs, hvað þá ef óskhyggja drengsins í sein-
ustu setningu bókarinnar hefði ræst: „Æ, það hefði kannski orðið skemmti-
legra, ef ekki hefði hvesst og Þórarinn hefði hlaupið apríl með frönsku járnin
og siglupallana.“ (160)
Togstreitan milli efnis og anda – ef svo má að orði komast – sem birtist í
72 Annie Besant, Lífstiginn. Sex alþýðlegir guðspekifyrirlestrar, bls. 24–25.
73 Maya hugtakið í austrænum trúarbrögðum vísar til efnisheimsins sem blekkingar í
huga þess sem ekki hefur öðlast uppljómun og áttað sig á að hann sé eitt með al-
vitundinni. Hér má t.d. sjá umfjöllun um hana í sambandi við karma jóga í riti sem
Þórbergur þýddi sjálfur ásamt Ingimari Jónssyni: Johannes e. Hohlenberg, Yoga.
og gildi þess fyrir Evrópu, þýð. Ingimar Jónsson og Þórbergur Þórðarson, Reykjavík:
Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1920, bls. 116–117. Þessar hugmyndir um heims-
blekkinguna koma víða fyrir kenningum guðspekinga, sjá til dæmis hér: Helena P.
Blavatsky, Isis Unveiled, bls. xii–xv. Jafnframt má sjá þær í verkum Þórbergs allt frá
því hann viðrar þær fyrst hér: Þórbergur Þórðarson, „Ljós í austri“. Ýmsar ritgerðir,
Reykjavík: Mál og menning, 1983, bls. 7–15, hér bls. 13. Álfdís Þorleifsdóttir fjallar
um hugtakið í tengslum við Íslenzkan aðal í grein annarsstaðar í þessu hefti Ritsins,
jafnramt flutti hún fyrirlestur um sama efni á Þórbergssetri þann 27. október 2018.
74 Leadbeater, Clairvoyance, bls. 118. Í þessu samhengi vísa guðspekingar gjarnan til
akasha-króníkunnar. Það hugtak á uppruna sinn hjá Blavatsky og stendur fyrir sögu
jarðar og mannkyns, sjá til dæmis hér: Carl Clemen, „Anthroposophy“, The Journal
of Religion 4: 3/1924, bls. 281–292, hér bls. 283–284; sótt 30. maí 2020 af https://doi.
org/10.1086/480431.