Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 33
STeFÁN ÁGÚSTSSON
32
kaflanum af rannsóknum Bergs á steininum, á sér hliðstæðu í öðrum verkum
Þórbergs. Í fyrri verkum skáldsins þar sem ævi hans er til umfjöllunar, Ís-
lenskum aðli og Ofvitanum, er hinn ungi Þórbergur í stöðugri togstreitu á
milli þess að öðlast andlegan mikilfengleika og að svala líkamlegum nautnum
og skopast sögumaðurinn Þórbergur oft að sjálfum sér á yngri árum. Írónían
felst í því misræmi sem birtist annars vegar í orðum hins unga Þórbergs og
gjörðum hans hins vegar. Sigríður Rögnvaldsdóttir fjallar meðal annars um
þessa birt ingar mynd íróníu. Hinn ungi Þórbergur á sér fögur markmið um
hreinlífi og setur sér strangar lífsreglur sem eiga að stuðla að auknum þroska
sálarinnar en brýtur þær jafn harðan og setur nýjar reglur í kjölfarið, fullur
iðrunar og fyrirheita um bót og betrun. Bergur litli er hins vegar enn þá
saklaus og ungur og hefði helgað sig andanum, rann sóknum og athugunum
á náttúrunni ef ekki hefði verið fyrir rækt samfélag sins við hið efnislega,
„frönsku járnin og siglupallana“ – og reyndar einnig hans eigin hégóma – en
hann vill alls ekki vera afhjúpaður sem ofviti.75
Dýrin í Suðursveit
eins og allt annað í tilveru Bergs litla hafa dýrin sál sem bera skal virðingu
fyrir. Snemma í bókinni lýsir sögumaður minningum sínum af atburðum
þar sem dýr eru drepin. Í einu tilvikinu var hundur hengdur vegna elli og í
tveimur tilvikum var köttum fargað án nokkurrar ástæðu að því er virðist.
Þetta eru minningar sem sitja í Þórbergi:
Það gerði mér stundum óþægindi, hvað sumt fólk og meira að segja
gott fólk var ónærfærið um sálarlíf dýranna. en það var ekki við
öðru að búast. Fáfræði vísindanna og trúarbragðanna hafði innrætt
því þann glæp, að þetta væru „skynlausar skepnur“. (29)
Sögumanni hugnast ekki afstaða vísindanna og trúarbragðanna frekar en
Blavatsky sem í grein sinni „Have Animals Souls?“ fjallar um þá áleitnu sið-
ferðislegu spurningu hver staða dýranna sé og hvernig mennirnir komi fram
við þau. Hún telur að sú afstaða nútímaefnishyggju sem birtist til að mynda
í kenningum kirkj unnar og gerir ráð fyrir að sálir dýra lifi ekki af líkams-
dauðann sé í mótsögn við þær ályktanir sem má draga af bókstaf Biblíunnar.
Blavatsky tínir til dæmi úr henni sem hægt er að útleggja á þann veg að dýr
hafi ódauðlega sál rétt eins og menn. Blavatsky gerði ekki ráð fyrir að menn
75 Sigríður Rögnvaldsdóttir, „Brotin heimsmynd. Um sýnd og reynd í Íslenzkum aðli
og Ofvitanum“, Tímarit Máls og menningar 3/1989, bls. 291–306, hér bls. 298–301.