Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 35
STeFÁN ÁGÚSTSSON
34
tilhlýðileg virðing rétt eins og Blavatsky segir í „Have Animals Souls?“ Í
bókinni Stein arnir tala kemur víða fram mismunandi afstaða manna til sálar-
lífs dýranna sem skapar tog streitu milli efnishyggju og náttúrutrúar. Í níunda
kafla kynnir sögumaður lesendur fyrir Marínu erlendsdóttur sem var kölluð
Marsa. Hún bjó um tíma á Hala og hafði með sér hund sem hét Depill.
Hún hafði mikið dálæti á honum og umgekkst hann fremur sem mann en
hund. Hún leyfði honum að sofa uppí hjá sér og „talaði oft til hans og sagði:
„Depill Depill! er þér ekki mál að pissa?““ (55). Þegar Marsa veiktist var
brugðið á það ráð að lóga hundinum en í Suður sveit var mör hunda talinn
hafa lækningamátt, sérstaklega gegn því sem hrjáði Mörsu. Ráðið virtist
virka, að minnsta kosti náði Marsa fullri heilsu eftir að heitur mörinn var
lagður á háls hennar og hleypti meininu út. Hún varð hins vegar afar reið
þegar hún komst að því að hundinum hefði verið fórnað fyrir heilsu hennar.
Þessi frásögn bendir til að framkoma Mörsu við hundinn hafi þótt frem-
ur óvenju leg og ekki síður að hún skyldi leggja líf hans að jöfnu við sitt.
Hvorugt myndi þó teljast óeðlilegt í dag. Í vestrænu nútímasamfélagi eru
hundar oft hluti af fjölskyld unni og komið fram við þá sem slíka og dýra-
verndarsjónarmið, sem virða rétt dýra til lífs engu síður en manna, verða
sífellt háværari.
Þegar hesturinn Jarpur gamli veiktist talaði Bergur litli við hann í veik-
indunum og vildi helst að hann gæti sagt hvar hann fyndi til svo að hægt væri
að lækna hann; drengurinn velti líka fyrir sér hvernig færi fyrir sál hestsins.
Bergur segir við Jarp: „og það yrði líklega aldrei gaman í eilífðinni, því að
fólkið segir, að það sé óvíst, að þú hafir ódauð lega sál.“ (86). Í þessum hug-
leiðingum rifjar Bergur upp samskipti sín við Jarp og fær samviskubit vegna
þess að stundum hefur hann lamið fótastokkinn, skammað hann og jafnvel
reitt honum kjaftshögg. Berg grunar að Jarpur sé ekki alveg skyn laus skepna
og ef sál hans lifir líkamann geti hann séð hversu mjög Bergur iðrast gerða
sinna enda hafði Oddný í Gerði sagt að ódauðlegar sálir vissu allt um þá sem
eftir lifðu. Orðum hennar treysti Bergur því í huga hans var hún vitrasta
kona á Íslandi og auk þess skyggn (86–88).
Marsa, Oddný og Bergur litli eru ekki þau einu sem líta á dýrin sem
skyni gæddar verur með ódauðlega sál. Dýrum virðast vera gefnir mann-
legir eiginleikar í sumum tilvikum þegar erfitt er að útskýra hegðun þeirra.
Hundar voru taldir búa yfir skyggnigáfu, að minnsta kosti þeir sem voru
alspora, heyrði Bergur sagt (67). Honum fannst augun í hund inum Seppa
næstum eins og augun í mönnum og var viss um að hann sæi og heyrði það
sem mönnum væri dulið. Kýr ein á Breiðabólstað gat líka spáð fyrir um