Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 38
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
37
barnslegu og rómantísku viðhorfi Bergs litla en hann hafði meiri skilning
á þessu háttalagi og óskaði sér jafnvel að vera kind. Í striti sumarstarfanna
dreymir hann um að vera í sporum þeirra og lýsingarnar eru draum kenndar
og rómantískar:
Þvílíkt yndi að ganga klettarákir með hengiflug fyrir neðan og fal-
lega bergveggi með allavega myndum á hina hliðina, að finna í sér
öllum, hvað maður er orðinn fimur í klettum […] (140).
Sögumaðurinn Þórbergur virðist hafa aðra afstöðu. Hann sér líkindi með
roll unum og rómantísku skáldunum. Í ljósi þess hvernig hann hefur lýst
kindunum er erfitt að ímynda sér að samlíkingin sem hann dregur næst upp
sé upphefð fyrir rómantísku skáldin; fremur má greina írónískan tón í þess-
ari sýn sögumannsins:
Var ekki að vakna í þessum skepnum vísir að miklum klettasnill-
ingum og rómantískum skáldum, sem yrkja lofsöngva til fjalla og
fagra hymna um útsýnið yfir heimsvíðáttuna, kannski eftir hundr-
uð þúsundir ára, kannski milljónir, þegar sálir þeirra fá bústað í
mönnum? Kvarnir Drottins mala seint, en mala vel (139–140).
Þessa írónísku mynd af villuráfandi rómantískum rollum tengir Soffía Auður
Birgisdóttir, í bók sinni, fagurfræði rómantíkur og leggur áherslu á að tengja
hana hinu háleita (e. sublime). þar sem takast á andstæður lífs og dauða, hins
háa og hins lága, öryggis og ótta.84 Íróníunni gerir hún ekki sérstök skil en
segir:
Myndin af kindum sem rómantískum skáldum er frábært dæmi um
hina óvæntu, húmorísku og írónísku sýn Þórbergs en einnig sýnir
hún hvernig hann byggir á fagurfræði ættaðri frá „innflytjendum úr
fjarlægu landi“ í skrifum sínum um bernskuár sín og heimahaga.“ 85
Í grein sem birtist í Ritinu vorið 2020 fjallar Soffía Auður á nýjan leik um
rómantísku rollurnar. Í þetta skiptið gerir hún nánari grein fyrir íróníunni
og bendir á tengsl hennar við endurholdgunarkenninguna. Niðurstaða
hennar er eftir sem áður sú sama; frásagnir Þórbergs eru endursköpun á
hversdagslegum raunveruleika en list hans fólgin í að vísa um leið í þekkt
bókmenntaminni.86
84 Soffía Auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég, bls. 138–139.
85 Sama heimild, bls. 139.
86 Soffía Auður Birgisdóttir, „Hin skemmtilega dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar“, bls.