Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 44
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
43
en fleira kann að hafa vakað fyrir honum. Svo er að sjá sem Þórbergur hafi
greint sameiginlega þætti með menningunni sem hann ólst upp við og hugmynd-
um dulspekihreyfinga sem hann kynntist sem ungur maður í Reykjavík á öðrum
og þriðja áratug síðustu aldar. Í þessari grein er lögð áhersla á ýmsar kenningar
Guðspekifélagsins sem var stofnað árið 1875. Óhætt er að fullyrða að þær hafi
skipt sköpum í þeirri heimsmynd sem Þórbergur kom sér ungur upp og fylgdi
honum allt til æviloka. Blavatsky einn stofnenda félagsins reyndi að sýna fram á að
menning og trúarbrögð heimsins ættu sameiginlegan uppruna í fornum vísdómi
(e. ancient wisdom) eins og hún kallaði það. Samanburður á þeirri náttúrutrú sem
birtist í Steinarnir tala og kenningum guðspekinnar leiðir í ljós að menning sú sem
Þórbergur ólst upp við var ekki eins einstök og menn hafa talið. Sú niðurstaða
styrkir þá hugmynd sem hefur notið vaxandi fylgis fræðimanna, meðal annars á
sviði hugrænna fræða, að náttúrutrú sé ekki einkenni frumstæðra eða fábreyttra
samfélaga heldur fremur einkenni á mannlegu eðli.
Lykilorð: Þórbergur Þórðarson, Steinarnir tala, náttúrutrú, dulspeki, guðspeki,
hugræn fræði.
A B S T R A C T
“Everything that ever existed, will continue to exist”
Esoterism and animism in Steinarnir tala, the work of Þórbergur Þórðarson
Scholars who have studied the work of Þórbergur Þórðarson have recognized the
animism that appears in his autobiographical work Steinarnir tala (e. The stones
speak). It has been assumed to be characteristic of the unique culture in the isolat-
ed area where Þórbergur grew up in the southeast part of Iceland; a culture that
Þórðarson felt threatened by increasing materialism. Therefore, it is logical to as-
sume that Steinarnir tala is his attempt to preserve the recessive culture of the iso-
lated area that fostered him.
However, there might be more to it. It appears that Þórðarson saw some com-
monality with the culture he grew up with and theories promoted by movements
of western esotericism, which he became acquainted with in Reykjavík in the early
twentieth century. This article will focus on various theories of the Theosophical
society, which was founded in 1875. These theories became a fundamental part of
the world view that Þórðarson shaped and followed throughout his life. The founder
of the Theosophical society, Helena P. Blavatsky, claimed that religion and culture
had a common root in ancient wisdom, as she called it. Comparison between the