Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 47
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
46
stofnanabundinna trúarbragða og annarra hugmyndakerfa í þeim tilgangi
að komast í snertingu við æðra máttarvald og framhaldslíf og jafnvel sanna
tilvist þess.
fræðimenn hafa áður bent á áhrif guðspeki á verk Þórbergs. Sigfús
Daðason sagði í grein um Þórberg, frá árinu 1981, „að guðspeki-endur-
fæðingin markaði höfuð-þáttaskil í lífi og hugarheimi Þórbergs“.5 Pétur
Pétursson fjallar nánar um endurfæðinguna til guðspeki í greininni „fæðing
höfundar“ en hann segir að hún hafi orðið „uppistaða í sjálfsmynd, heims-
mynd, lífsmáta og iðkun“ Þórbergs og að „[m]eð því að rýna vandlega í þátt
guðspekinnar í verkum Þórbergs Þórðarsonar öðlumst við fyllri skilning á
höfundarverki hans“.6 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir tekur í sama streng því
hún segir að ef sögur Þórbergs séu lesnar út frá þessum kenningum „blasi
þær við í öðru ljósi en ella“7 en í greininni „„að predika dýraverndun fyrir
soltnum hýenum““. Þættir um lífsspeki Þórbergs Þórðarsonar“ skoðar hún
afstöðu Þórbergs til þekkingaröflunar og uppreisn hans gegn ríkjandi sam-
félagsgerð, persónulýsingar hans og viðhorf til persónuleikans út frá þeim
lífsskoðunum sem hann kynntist í gegnum guðspeki, jógafræði og spíritisma.
Þessi grein fjallar um aðdraganda þess að Þórbergur kynntist dulspek-
inni, ekki síst kenningum indverska heimspekingsins Krishnamurtis og
ándu öld og þeirri nútímavæðingu og afhelgun sem þeim fylgdu, svo sem frjálslyndi,
sósíalisma og nýjum vísindauppgötvunum, ekki síst þróunarkenningu Darwins. Það
er í þessu samhengi sem líta ber á lífsskoðanir Þórbergs. Um nútímadulspeki og
hið andlega sjá grein Peters van der Veer, „Spirituality in Modern Society“, Social
Research 76: 4/2009, bls. 1097–1120. Sjá líka umfjöllun Bergljótar Soffíu Kristjáns-
dóttur um þessar hræringar undir lok nítjándu aldar og hvernig Þórbergur tileinkaði
sér þær: „„að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum“. Þættir um lífsspeki Þór-
bergs Þórðarsonar“, Ritið 1/2017, bls. 9–52, hér bls. 9–16. Árni Bergmann fjallar
um trú Þórbergs í helgarpistli í Þjóðviljanum 1989 og segir að þó að Þórbergur hafi
leitast við að fá sannanir fyrir framhaldslífinu þá hafi þetta samt sem áður verið trú
„eða að minnsta kosti trúarþörf“ – „TRÚ á þróunina“ og getur (að minnsta kosti að
mati Árna) „aldrei orðið vísindi“. Árni Bergmann, „Kommúnisminn, spíritisminn
og guðspekin. Nokkur orð um hugmyndaheim Þórbergs Þórðarsonar“, Þjóðviljinn.
Nýtt helgarblað, 17. mars 1989, bls. 24.
5 Sigfús Daðason, „Þórbergur Þórðarson“, Andvari. Nýr flokkur 106: 1/1981, bls.
1–42, hér bls. 32.
6 Pétur Pétursson, „fæðing höfundar. Guðspekin og Bréf til Láru eftir Þórberg Þórð-
arson“, „að skilja undraljós“. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni,
ritstjórar Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík: Bók-
mennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 2010, bls. 165–189,
hér bls. 181.
7 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum““,
bls. 50.