Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 52
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
51
Þórbergur lýsir sínum eigin persónulegu kynnum af Krishnamurti á
nokkrum stöðum. Í Meisturum og lærisveinum segir hann frá fundi þeirra í
Ommen (1931) þar sem Krishnamurti hafi lýst fyrir honum varanlegu al-
sæluástandi sínu og segist Þórbergur hafa gengið af þeim fundi „sannfærður
um að hér hefði [hann] staðið augliti til auglitis frammi fyrir þeim einkenni-
legasta og merkilegasta manni sem [hann] hefði hitt á lífsleiðinni.“27 Í kjöl-
farið ræðir Þórbergur um hvort kenningar Krishnamurtis hafi verið sér
einhver nýjung og kemst að því að svo sé ekki: „Með mínum látlausu hug-
leiðingum á árunum 1917 til 1921, ásamt lestri ýmsra háspekilegra rita hafði
ég komist að sömu niðurstöðum.“28 Þó hafi „ýmis atriði í meginkjarnanum
og ýmislegt í rökfærslu hans og framsetningu“ komið sér „fyrir sjónir sem
nýjung.“29
Þórbergur segist líta svo á að kenningar Krishnamurtis hafi orðið til
þess að vekja hann sjálfan til frekari umhugsunar um lífið og mennina: „þær
fluttu mig að ýmsu leyti upp á nýja sjónarhóla og þær styrktu mig í ýmsum
atriðum sem ég hafði hugsað sjálfur.“30 Hann heldur áfram að ræða nýjungar
í kenningum Krishnamurtis á þessum stað í Meisturum og lærisveinum og
segir að þótt sumir haldi því fram að það sé ekkert nýtt í kenningunum þá
skipti það ekki máli.
Hið eina sem skiptir máli er þetta: Gefa kenningar Krishnamurtis
okkur til kynna leið til meiri andlegs þroska? […] Ef kenningar
hans flyttu okkur þetta þá skiptir það engu máli hvort þær eru nýj-
ung eða endurtekning gamals vísdóms.31
Þórbergur segir kjarnann í kenningum Krishnamurtis vera hinn sama og
kjarnann í kenningum allra hinna stærstu fræðara og nefnir þar „Buddha,
Krishna, Krist, o.fl.“32 En hann telur þó ekki að um stælingu sé að ræða:
Heldur hafi þeir fundið hver um sig sama sannleikann, sömu stað-
reyndirnar. Hvar sem tveir eða fleiri menn setjast niður til þess að
athuga hlutdrægnislaust eitthvert fysiskt fyrirbrigði þá komast þeir
að sömu niðurstöðu að öllum jafnaði um eðli þess fyrirbrigðis. Á
27 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 131.
28 Sama rit, bls. 131.
29 Sama rit, bls. 131.
30 Sama rit, bls. 131.
31 Sama rit, bls. 132.
32 Sama rit, bls. 132.