Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 54
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
53
Þórbergur lítur sem sagt svo á að skilningsleysi leiði af sér blinda trú,
hatur og ótta og það valdi svo öllu því sem miður fer í heiminum. Í viðtali
við Sigurð Einarsson í Tímariti Máls og menningar árið 1938, sem var tekið í
tilefni af útkomu Íslenzks aðals, má sjá að Þórbergur telur að uppsprettuna að
ógæfu mannanna sé að finna í innræti einstaklingsins:
Blekkingin, maya, er eitt þeirra viðfangsefna, sem ég hef flestu
öðru fremur lagt mig í líma með að gagnhugsa og skilja. Og ég
er í engum efa um, að rætur þessarar allsherjar blindni eru hvorki
vaxnar upp úr Wallstreet né vopnaverksmiðjum herra Krupps í Es-
sen. Þær eru runnar upp úr jarðvegi, sem við köllum á vel þekktu
leikmannamáli innræti einstaklingsins. Og það er þetta innræti,
sem byggt hefir Wallstreet og gert hefur vopnasmíði að heiðar-
legri iðju. Og þessi nýja bók mín lýsir því kannski öllu öðru fremur,
hvernig blekkingin leikur mennina. Hún hefði gjarnan mátt heita
Bókin um blekkinguna.39
Innræti einstaklingsins gerir það að verkum að fólk vill fremur trúa en að
skilja og leitar út á við þegar það ætti að leita inn á við. fólk hefur tilhneig-
ingu til að láta aðra leiða sig fremur en að leiða sig sjálft og það er rótin að
öllum hégóma og sjálfselsku, græðgi, ótta, hatri og hræsni mannanna, sem
sagt öllu því sem veldur þjáningum og volæði í heiminum.
Maya
Það má sannarlega segja að Þórbergur hafi kynnt sér vel hugtakið maya eins
og orð hans úr viðtalinu við Sigurð Einarsson bera vitni um. En í kringum
1920 flytur hann fyrirlestur sem nefnist „Innheimar“ sem gengur beinlínis
út á að skilgreina þetta hugtak.40 Erindið hefst á orðunum: „Voldugar eru
þær viðjar, sem reyra skynsemi okkar við þennan sjónhverfingaheim“,41 en
þar útleggur Þórbergur maya sem skynvillu:
39 Sigurður Einarsson, „Hin nýja bók Þórbergs Þórðarsonar. Viðtal við höfundinn“,
Tímarit Máls og menningar 1/1938, bls. 16–17, hér bls. 17.
40 Soffía auður Birgisdóttir fjallar um þennan veruleikaskilning Þórbergs með hlið-
sjón af sama fyrirlestri og tengir hann við hina listrænu aðferð sem Þórbergur beitir
í skrifum sínum. Sjá Soffía auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif
Þórbergs Þórðarsonar, Reykjavík: Bókaútgáfan Opna, 2015, bls. 62–63.
41 Þórbergur Þórðarson, „Innheimar“, Mitt rómantíska æði, Helgi M. Sigurðsson bjó til
útgáfu, Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls. 39–54, hér bls. 39.