Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 55
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
54
En skynfærum vorum flestra hverra er svo sárgrætilega ábótavant,
að vér skynjum alla hluti á annan veg en vera ber, og skynjanir
vorar ráða oftast afstöðu vorri til hlutanna. Þess vegna „vöðum við í
villu og svíma.“ Í fáfræði vorri höldum vér það sjálfan veruleikann,
sem er stundarblekking skynfæranna og þreytum kapphlaup eftir
einskis verðum hégóma. Vér erum alt af á hlaupum eftir skugga
skynfæranna, unz vér flýjum í valinn, fávísir og örmagna. Þessi af-
staða vor til hlutanna er nefnd maya í indverskri heimspeki. Á ís-
lenzku gætum vér kallað það skynvillu, blekkingu. Í þessu erindi
kýs ég samt að viðhafa indverska heitið maya.42
Þórbergur segir að skilningarvit okkar séu takmörkuð og að þau leiði okkur
í raun einungis sífellt í nýja blekkingu og séu þannig hindranir á leið okkar
til sannleikans. En til að finna hann verðum við að leita inn á við:
Eina leiðin til þess að afhjúpa blekkinguna, til þess að öðlast þekk-
ingu, er að leita út fyrir tíma, rúm, og orsök. Það getum vér að eins
með því að vekja með oss andlega hæfileika, sem eru óháðir tíma
og rúmi og hafa orsök sína í sjálfum sér.43
Þekkingin er þannig innra með hverjum og einum manni og eina leiðin
til að öðlast hana er að rækta sinn innri mann. Þórbergur tekur í svipaðan
streng í greininni „Ljós úr austri“ sem hann skrifar árið áður (1919):
Sá, sem leitar út úr herbergi sínu til þess að verða vitur og lífs-
glaður, upp sker fávisku og sorg. Þekking og lífsgleði eru hvorki
hjá páfanum í Róm né í síldartunnum á Siglufirði. Þær eru hvergi
nema í sjálfum þér. Ef þú ferð á mis við þær þar, ertu þræll þess,
sem sýnist vera, en hefir eigi fest auga á því, sem er. fólk þekkir ekki
lífslindirnar, sem streyma innan í því og umhverfis það og öllum
stendur þó til boða að komast til viðurkenningar á, er þeir hafa
lært að setja sannleiksþrána skör hærra en sjálfsblekkinguna. Vér
erum flæktir í blekkingu hins ytra forms og velkjumst sem reiða-
laust rekald fyrir vindum vorra eigin skynvillna, fullir af allskonar
þrám og girndum, sem vér fáum aldrei fullnægt, en lokka oss æ
lengra út í myrkur hins veglausa tóms, þar sem óseðjandi hungur
og þorsti sitja um oss.44
42 Sama rit, bls. 40.
43 Sama rit, bls. 46.
44 Þórbergur Þórðarson, „Ljós úr austri“, Eimreiðin 3/1919, bls. 150–160, hér bls. 157.