Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 57
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
56
skynvillna“ á svipaðan hátt og hann lýsir sjálfur í greininni „Ljós úr austri“47
eða flækist „í neti hverfulleikans“ eins og Krishnamurti sagði og sjá má í til-
vitnununum hér að framan.48
Í greininni „Brotin heimsmynd. Um sýnd og reynd í Íslenzkum aðli og
Ofvitanum“ bendir Sigríður Rögnvaldsdóttir á hvernig afstaða og fjarlægð
sögumannsins í Íslenzkum aðli og Ofvitanum til sögupersónanna og sögu-
tímans sé tvíræð, sem er óvenjulegt fyrir sjálfsævisögur, og að iðulega sé
farið út fyrir „þau takmörk sem sjálfsævisögunum eru sett“.49 Sigríður bendir
á hvernig sögumaðurinn dragi iðulega athyglina að sér og „því sem hann veit
en vissi ekki þegar hann var ungur.“50
Þessi fjarlægð og þessi aukna viska og þroski sögumanns er aðferð til að
segja þá þroskasögu sem Íslenzkur aðall og Ofvitinn er. fjarlægðin er líka
leið til að gera söguna fyndnari, draga fram skoplegar hliðar á frásögninni,
en með íróníunni í sögunum er komið „á framfæri þeirri vitneskju söguhöf-
undar að sjálfsmynd sögupersónunnar Þórbergs hafi falskan tón og að hann
lifi í sjálfsblekkingu.“51
Sögumaður gefur þannig víða í skyn að hann viti betur en hann gerði á
sögutíma og vísar í að hann eigi eftir að öðlast dýpri skilning á lífinu. Hann
segir líka oftar en einu sinni að það muni gerast fimm árum eftir sögutímann.
Ártalið sem um er að ræða er 1917–1918, árin þegar Þórbergur endurfæðist
til guðspekinnar og fer á kaf í guðspeki, spíritisma og jóga.52 Eins koma fyrir
ákveðnar uppljómanir þar sem hinni ungu sögupersónu vitrast einhver innri
rödd sem minnir um margt á kenningar Krishnamurtis.
47 Þórbergur Þórðarson, „Ljós úr austri“, bls. 157.
48 Krishnamurti, „Ræða flutt í París“, bls. 14.
49 Sigríður Rögnvaldsdóttir, „Brotin heimsmynd. Um sýnd og reynd í Íslenzkum aðli
og Ofvitanum“, Tímarit Máls og menningar 3/1989, bls. 291–306, hér bls. 294. Soffía
auður Birgisdóttir bendir einnig á hvernig sögur Þórbergs skilja sig frá öðrum
sjálfsævisögum og skilgreinir þær sem „skáldævisögur“, nánar tiltekið blendings-
form á milli skáldsagna og ævisagna, Ég skapa – þess vegna er ég, bls. 17.
50 Sigríður Rögnvaldsdóttir, „Brotin heimsmynd“, bls. 297.
51 Sama rit, bls. 297.
52 Sjá til dæmis Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 64–80 en einnig
greinar Þórbergs, „Ljós úr austri“, bls. 150–160, og „Þrjú þúsund, þrjú hundruð og
sjötíu og níu dagar úr lífi mínu“, Iðunn 2/1928, bls. 130–142.