Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 61
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
60
náðu valdi á lífshræringum mínum, kallaði ég hann djöfulinn eða
djöfulinn í sjálfum mér.66
Í Sálminum um blómið virðist Þórbergur vera í betra sambandi við svipaða
persónu, sem hann kallar „hann Gvuð“, enda er hans eigin persóna orðin
eldri í þeirri sögu og búin að öðlast réttan skilning á lífinu.67 Hann Gvuð
er ekki kynntur sérstaklega til sögunnar í Sálminum en kemur þó oft fyrir,
og greinilegt er að hann tengist sannleikanum sérstaklega. Þar er til dæmis
minnst á fullorðið fólk „sem er búið að reka hann Gvuð út úr sér til þess að
geta haft sig svolítið áfram í lífsbaráttunni“,68 en því svipar á stundum til hins
unga Þórbergs í Íslenzkum aðli og Ofvitanum sem virðist ekki skilja þennan
innri mann eða öllu heldur vill ekki skilja hann ef það hentar ekki hans eigin-
hagsmunum í það og það skiptið. Hann Gvuð er einnig sá sem segir Sobb-
eggi afa að skrifa „SaNNa bók“ um litlu manneskjuna og að „sannleikurinn
[sé] öllum starfsmálum æðri. Og sannleikurinn [sé] öllum listum æðri“,69
en samkvæmt Krishnamurti er sjálfslausnin, lausnin frá blekkingu persónu-
leikans, hinn eini, eilífi sannleikur.70
66 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, fyrra bindi, Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskringlu,
1940, bls. 215.
67 Þórbergur leitaðist við að hafa orðfæri Sálmsins sem einfaldast og það kemur auðvit-
að einnig fram í því sem hann velur að kalla þessa persónu þar. En það að hann skuli
kalla þessa persónu Gvuð finnst mér enn renna stoðum undir þá kenningu að þetta
sé hinn ópersónulegi innri guð innra með öllum mönnum. Orðfæri Sálmsins er
einfalt einmitt eins og „hann Gvuð hefði stílað [það] fyrir hann“, Þórbergur Þórðar-
son, Stórbók. Bréf til Láru, Sálmurinn um blómið, Viðfjarðarundrin, Einum kennt öðrum
bent, Reykjavík: Mál og menning, 1986, bls. 542, og það sýnir einnig að þarna er hið
samvirka eðli (sbr. bls. 23) að verki, þar sem enginn persónuleiki, og þar með engin
tilgerð, hégómi eða uppskafningur flækist fyrir. Í óútkominni grein bendir Benedikt
Hjartarson á hvernig Gvuð færir Þórbergi tungumálið í lok sögunnar og að því leyti
svipi Sálminum til leiðslubókmennta.
68 Þórbergur Þórðarson, Stórbók, bls. 176. Sérstaka athygli vekur að mennirnir reki
hann Gvuð út úr sér, sem bendir til að hann sé til staðar innra með öllum mönnum.
69 Sama rit, bls. 537. Það að listamennirnir, stílmennirnir og stjórnmálamennirnir sjái
ekki sannleikann heldur lesi bókina einungis út frá sínu eigin sérfræðisviði sýnir að
þeir eru á valdi blekkingar persónuleikans eða maya. Ég hef skrifað grein um Sálm-
inn um blómið þar sem ég kom inn á tengsl „hans Gvuðs“ við sannleikann, en þá hafði
ég ekki kynnst kenningum Krishnamurtis, sjá Álfdís Þorleifsdóttir, „sannleikurinn
er öllum listum æðri. Um fagurfræði Þórbergs Þórðarsonar og hvernig hún endur-
speglast í Sálminum um blómið“, að skilja undraljós. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk
hans og hugðarefni, ritstjórar Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson,
Reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 2010,
bls. 235–245.
70 Krishnamurti, „Hæsti tindurinn“, Ársrit Stjörnufélagsins 1/1929, bls. 40–48, hér bls. 43.