Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 63
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
62
í Þjóðviljanum, einhverjum vikum eftir fundinn í Tjarnarbíói, en hann virðist
hafa séð sig knúinn til að svara gagnrýni Morgunblaðsins á frammistöðu sína.
Þórbergur segir þar að sér hafi leiðst á fundinum og að „slíkir umræðu-
fundir [gætu] verið skemmtilegir og gagnlegir, ef þeir stjórnuðust af þeirri
tign hugarfarsins, sem leitar sannleikans og beitir heiðarlegum rökum“.74
Í þessu svari fer Þórbergur lengra í að skilgreina hugmynd sína um hinn
æðri og óæðri mann; blekkingu persónuleikans, sem hann segir að sé eins
konar hnútur, er lífsbaráttan hefur hnýtt, og að kapítalistískt þjóðfélag höfði
„fyrst og fremst [...] til svörtustu eigingirninnar í sjálfum okkur: arðráns,
samkeppni, mannhaturs, ótta og styrjalda“.75 Sósíalískt þjóðfélag myndi
aftur á móti fremur stuðla að því að leggja rækt við okkar æðri mann. Í
greininni skýtur Þórbergur nokkrum skotum að Valtý Stefánssyni, ritstjóra
Morgunblaðsins, og segist sannfærður um að inni í Valtý leiftri „þeim augna-
blikum, að hann iðrast [...] og finnur til með lítilmögnunum, sem hann hefur
verið að troða niður í svaðið“ og þar sé „hinn ópersónulegi maður, hið sam-
virka eðli, hið fráhverfa viðhorf, hinn æðri maður“ að verki.76
Það er varla til sá maður, sem ekki kannast við að hafa lifað slík
augnablik. En máski hafa fæstir gert sér grein fyrir, hvað það var,
sem þarna var að verki. Ef til vill hafa þeir litið á það sem flögrandi
tilfinningasemi, sem engan fastan veruleika ætti að baki sér.
En sannleikurinn er allt annar. Þessi hughrif, sem aðeins ná
74 Þórbergur Þórðarson, „Í myrkri persónuleikans“, Þjóðviljinn, 27. janúar 1950, bls. 3
og 7, hér bls. 3.
75 Sama rit, bls. 7.
76 Sama rit, bls. 3 og 7. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bendir á hvernig orðfærið sýni að
Þórbergur „tvinnar saman hugmyndir úr ýmsum áttum“: „Guðspekingurinn annie
Besant kallar hinn dauðlega hluta mannsins beinlínis „persónuleika“. Vivekananda
talar hins vegar oftar en einu sinni í verkum sínum, um „hnúta“ eða „hnúta á hjart-
anu“ sem binda menn við „efnið“ og þörf er að leysa ef þeir vilja ná nokkrum þroska.
Í „klassískum“ jógafræðum, til dæmis hinum innri fræðum (e. uphanishads), eru hnút-
arnir almennt taldir þrír: vanþekking, græðgi og eigingjarnar athafnir – og blasir
þá við hver grunnurinn er að persónuleikahugmynd Þórbergs og tengslum hennar
við samfélagsgagnrýni hans. „aðhvarf að“ og „fráhvarf frá“ eru svo beinlínis þýðing
Þórbergs og Jóns Thoroddsen á enska orðalaginu „revolving towards“ og „revolving
away“ í karma-fyrirlestrum Vivekananda. Hið fyrra á við heiminn, ég-ið og það sem
það kallar sitt; hið síðara er grundvöllur siðgæðis og trúar. En sjálf lýsingarorðin
fráhverfur og aðhverfur eru líka höfð jafnt um athafnir sem tilhneigingar í Almennri
sálarfræði Ágústs H. Bjarnasonar og vert er þá að minnast þess að Ágúst var einn
þeirra manna sem lagði sitt til þess að „dulræn fyrirbæri“ væru skoðuð af sjónar-
hóli vísinda á fyrsta hluta síðustu aldar.“ Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„að predika
dýraverndun fyrir soltnum hýenum““, bls. 27–28.