Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 64
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
63
til okkar í daufum glömpum fáein hátíðleg andartök á langri ævi,
verða síðar meir í þróun vorri varanlegt innræti okkar allra.
Það hafa verið menn og þeir eru ennþá til, sem náð hafa þessum
hæðum til varanlegrar dvalar. Ég get bent á Buddha, Jesú Krist,
Ramakrishna, Krishnamurti, Mahariskee.77
Þórbergur heldur áfram með því að segja að hann trúi að hinn æðri maður
lifi innra með öllum mönnum (meira að segja innra með ritstjóra Morgun-
blaðsins) og geti komið til þeirra sem einhvers konar opinberun eða hug-
hrif, þar sem þeir sjái lífið í nýju ljósi og þar sem þeir finni til samkenndar
með öllum heiminum. Þetta telur Þórbergur vera vott um æðsta tilverustig
mannsins á jörðinni, eitthvað sem þurfi oft margar endurfæðingar til að ná.
Lausnin
Krishnamurti lýsir sinni eigin leið til fullkomnunar í erindinu „Hæsti tindur-
inn“ frá 1927 þar sem kemur fram trú á endurfæðingar og þroska sálarinnar:
Líf mitt er fullnaðar árangur margra æfiskeiða, og nú hefi jeg
opnað hliðið og gengið inn í ríki friðar og fullsælu. Jeg hefi öðlast
það, sem er ávöxtur margs konar sorga, mikillar gleði og margvís-
legra óska; það er ávöxtur ákveðins vilja alt frá byrjun. frá þeirri
stundu sem þjer eygið takmarkið, verður að vakna og þróast með
yður sá ásetningur að ná því að lokum. Jeg veit að jeg hefi barist
eins og fræið í moldinni fyrir sólarljósinu, en einmitt upp af þeirri
baráttu sprettur lausnin, með því að velja og hafna, skilgreina og
safna kröftum hefi jeg öðlast lausn.78
Þórbergur fjallar um lausnina á ýmsum stöðum í skrifum sínum og Íslenzk-
ur aðall fer heldur ekki varhluta af því, samanber þessi upphafsorð kaflans
„Skógartúrinn“:
allar sveiflur hugans út frá jafnvægismarkinu verða þreytandi, er
þær hafa átt sér nógu langan aldur. allar tilbreytingar heimta meiri
tilbreytingar, unz þær hætta að verða tilbreytingar. Þá tekur við
lífsleiðinn. En lífsleiðinn getur af sér löngun eftir lausn. Og lausnin
er móðir hamingjunnar.79
77 Þórbergur Þórðarson, „Í myrkri persónuleikans“, bls. 7.
78 Krishnamurti, „Hæsti tindurinn“, Ársrit Stjörnufélagsins 1/1929, bls. 40–48, hér bls. 41.
79 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 203.