Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 66
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
65
ingu, sem var sambland af máttugri upphafningu og skáldlegum
veikleika. Ég fann meira að segja, að það var eitthvað furðulegt
í aðsigi einhvers staðar lengst niðri í undirvitund minni. Það var
eins og allt væri að gliðna í sundur eða renna saman við einhverja
óendanlega volduga, ólýsanlega milda einingu sem eins og væri
ekkert, en fæli þó í sér ívist allra hluta. Og áður en ég gat áttað mig
á, hvað úr þessu ætlaði að verða, brauzt fram á varir mér heilsteypt
erindi af kvæði, sem ég fann, að yrði langt kvæði.85
Þórbergi tekst að „rífa sig undan þessari skáldlegu martröð“,86 flýtir sér heim
og háttar upp í rúm og lýkur við kvæðið um nóttina.
Svona hátíðlega kom skáldlegi innblásturinn yfir unga menn á
síðustu árum hinna rósömu tíma. Sá, sem ekki man þessa daga, —
hann hefir aldrei fundið forsmekk hins eilífa.87
Daginn eftir hefjast hreinskriftirnar á kvæðinu en fyrsta erindið verður
óbreytanlegt. „Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift.“88 Kris-
hnamurti hefur sagt að innblásturinn sé hámark skynseminnar sem sé það
frelsi sem fáist í samræmingu vitsmuna og elsku.89 Þannig má sjá þessa fyrstu
upplifun Þórbergs unga á skáldlegum innblæstri, þó að það hafi einungis
verið stutt stund, sem fyrstu upplifun hans af lausninni.
Þórbergur birtir kvæðið „Nótt“ í Eddu sinni, kvæðasafni og kennslubók
í skáldskap, og í formála að kvæðinu endurskoðar hann tímasetninguna sem
hann hafði haft á þessari upphafningu sem hann lýsir í fyrsta kafla Íslenzks
aðals. Þar segir hann það rangt að þetta atvik hafi átt sér stað í febrúar 1912
eins og hann sagði í Íslenzkum aðli, heldur hafi það orðið í nóvember 1911.
85 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 6.
86 Sama rit, bls. 6.
87 Sama rit, bls. 7.
88 Sama rit, bls. 7.
89 „Skynsemi er hæfileikinn til þess að greina veruleik frá táli, og skynsemin er ávöxtur
allrar reynslu. Með sífelldri æfingu þessarar skilgreiningar og með því að halda vits-
munum sínum sívakandi, nær hún hámarki sínu, innblæstrinum. Þess vegna á inn-
blásturinn upptök sín í hinu eilífa, óendanlega, sannleikanum. Sá maður, sem hefir
þroskað vitsmuni sína, svo sem auðið er, og hefir öðlazt frelsi það, sem ég nefni sam-
ræmi vitsmuna og elsku — hann er innblásinn, ekki við og við, heldur stöðuglega.
allir leita þessa sífellda innblásturs, og allir sækjast eftir óslitinni hamingju. allir
leitast við að rótfesta innra með sér óbreytanlega, eilífa hamingju, sem að eins er
að finna í þeirri samstillingu, sem er fullkomið jafnvægi.“ sjá Krishnamurti, „Ræður
fluttar við eldana í Ommen 1929“, bls. 76–77.