Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 67
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
66
Eftir að hafa útilokað öll kvöld sem voru ekki heiðskír eða þegar tunglið
var ekki nálægt fyllingu, standa eftir þrjú kvöld sem Þórbergur reiknar út
að hafi verið 15 til 23 dögum eftir að Elskan hans kom í fyrsta sinn upp í
Baðstofuna, en það segir hann að komi „vel heim við þá gisnun, gljúpun og
hækkun sem varð á öllu fari höfundarins eftir þá ógleymanlegu heimsókn“.90
Þarna virðist Þórbergur vera að benda á mikilvægi þessa atviks fyrir and-
legan þroska sinn og jafnframt að ítreka að kynni hans af Elskunni hans hafi
verið þýðingarmikill þáttur í þessum þroska.
Kaflinn í Íslenzkum aðli, þar sem Þórbergur segir frá því þegar hann upp-
lifir í fyrsta sinn skáldlegan innblástur eitt andartak og semur kvæðið „Nótt“
– og er einnig fyrsti kafli bókarinnar – hefst á orðunum: „Þetta æfintýri, sem
hönd dauðans batt svo harkalega enda á“.91 Þetta upphaf getur verið erfitt
að túlka, ekki síst vegna þess að í lok sama kafla segir hann frá því hvernig
kvæðið „Nótt“ varð til þess að hann kynntist Stefáni frá Hvítadal, en eins
og minnst var á hér að framan hefur Þórbergur sagt að kveikjan að bókar-
skrifunum hafi komið eftir að hann hafði flutt útvarpspistla um þennan góða
vin sinn að honum látnum.92
andlát Stefáns er hins vegar ekki rætt í bókinni. Þar skilur sögumaður við
hann heima hjá fósturforeldrum hans í Dölunum, en þangað hefur Stefán
reyndar verið sendur frá Noregi til að deyja.93 Hins vegar fá lesendur ekki
að vita hver afdrif hans verða eftir það. Þeir sem þekkja til vita þó að skáldið
deyr ekki fyrr en tuttugu árum síðar, þá búinn að gefa út margar ljóðabækur,
gerast bóndi og kaþólikki, giftast og eignast tíu börn.94
Ef skrif Krishnamurtis og annarra sem hafa bakgrunn í guðspeki eða
jógafræðum eru skoðuð, kemur dauðinn oft fyrir í hinni táknrænu merkingu
um dauða sjálfsins, hins forgengilega, veraldlega manns, sem er nauðsyn-
legur hluti af því að öðlast lausnina varanlega.95 Þannig segir Krishnamurti í
erindinu „Viturleg uppreisn“:
90 Þórbergur Þórðarson, Edda Þórbergs Þórðarsonar, Reykjavík: Bókaútgáfa Heims-
kringlu, 1941, bls. 24.
91 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 5.
92 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 21.
93 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 313.
94 „Merkir Íslendingar. Stefán frá Hvítadal“, Morgunblaðið, 16. október 2013, bls. 35.
95 Í þýðingu Þórbergs og Jóns Thoroddsen á Vivekananda segir til dæmis „afneitaðu
ekki heiminum. Lifðu heiminum. Njóttu hans eins og og þú getur en gerðu það
ekki nautnarinnar vegna. Nautnin ætti ekki að vera takmarkið. Deyddu fyrst sjálfan
þig, og líttu síðan á heiminn eins og sjálfan þig „Hinn gamli adam á að deyja.“ Þessi
gamli adam er sú eigingjarna hugmynd, að gervallur heimurinn [sé] skapaður oss