Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 68
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
67
Á meðan maðurinn deyðir ekki sjálfið, á meðan hann eyðir því ekki
upp, skapar hann ný örlög — því sjálfið skapar ný örlög. En ef
þjer eyðið sjálfinu, sem segir: „Jeg er“, eða „jeg var“, eða „jeg mun
verða“, þá stöðvast hjólið og þjer sleppið tökum á rimum þess, sem
eru kvöl, kvíði og böl og hverful hamingja. Þá verðið þjer meist-
arar, öðlist lausn og gangið inn í ríki hamingjunnar.96
Á svipaðan hátt segir Þórbergur í Í kompaníi við allífið:
Þegar menn hafa leyst hnútana [það er hnúta persónuleikans],
ljóma þeir eins og fagurt ljós [...] Þá er persónuleikinn dauður að
eilífu og menn eru komnir í kompaní við allífið. Margir halda,
að kompaníið við allífið þýði slokknun einstaklingseðlisins. En
þessu er öfugt farið. Maður með „persónuleika“ er aldrei sjálf-
stæður maður. Hann er alltaf að taka tillit til sjálfs sín og þar með
hefur hann gefið sig undir þrældóm annarra. Hann er að hugsa
um peningana sína, mannorðið sitt, stöðuna sína, gáfurnar sínar,
frægðina sína. En sá sem hefur leyst hnúta persónuleikans, hann
er laus undan þessu fargi. Hann hugsar ekki um að vera neitt, né
verða neitt. Hann er.97
Ævintýrið „sem hönd dauðans batt svo harkalega enda á“ sem vísað er til í
upphafi Íslenzks aðals getur þannig vísað til þroskasögu Þórbergs sjálfs, sem
hefst þegar hann upplifir í fyrsta sinn augnablik án sjálfsins/persónuleikans,
sem markar upphafið að hans eigin sjálfsvakningu, en ást hans á Elskunni
liggur að baki þeirri „gisnun, gljúpun og hækkun“98 sem olli því að Þórbergi
tókst að lokum að öðlast lausnina.
Elskan
Í viðtalsbókinni Í kompaníi við allífið svarar Þórbergur því neitandi þegar
spyrillinn Matthías Johannessen biður um ástarsögu eftir pöntun. Þór-
bergur bætir þó við:
til skemmtunar.“ Swami Vivekananda, Starfsrækt = karma-yoga. Átta fyrirlestrar, bls.
95. Í þýðingu Þórbergs og Ingimars Jónssonar á Hohlenberg segir að orðið yama
þýði sjálfsstjórn í því skyni að „koma reglu á þá óreiðu, sem ótamið vitundarlíf er
oft í, og beina huganum í rétta átt. Orðið yama táknar eiginlega dauða.“ Johannes
Hohlenberg, Yoga og gildi þess fyrir Evrópu, bls. 58.
96 Krishnamurti, „Viturleg uppreisn“, Ársrit Stjörnufélagsins 1/1929, bls. 31–38, hér
bls. 31.
97 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 51–52.
98 Þórbergur Þórðarson, Edda Þórbergs Þórðarsonar, bls. 24.