Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 69
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
En ég skal tala við þig um ástina, ef þú vilt. Hún byrjar með því, að
maðurinn elskar aðeins sjálfan sig. Svo fer hann að elska einhverja
eina veru aðra, svo frjálsa þjóð, svo þjóðirnar í atlantshafsbanda-
laginu. Og svo allar þjóðir, meira að segja Rússa. allt líf. En við
verðum að gera greinarmun á ást og elsku eða kærleika. Ástin er
innilegt vináttuþel, sem kemur og fer. En upp úr henni vex elsk-
an. Hún er ekki fyrir utan manninn, ekki eitthvað sem hann er að
strefa eftir, heldur er hún orðin innihald hans. Þá elskar hann ekki
neina eina veru, né eitt land né eina þjóð sérstaklega, heldur ber
hann í brjósti kærleika til allra manna. allra þjóða. alls lífs. Þá er
maðurinn kominn á það stig, að hann getur ekki verið öðruvísi.
Þetta er orðinn eiginleiki. Ástin kemur upp úr samfélagsþörfinni,
en hún er aftur sprottin úr þörfinni til að sameina. [...] Þessi sam-
eining grípur svo um sig og víkkar, unz svo er komið, að maðurinn
elskar óvini sína líka.99
Á svipaðan hátt segir Krishnamurti í erindinu „Neistinn og bálið“ í Ársriti
Stjörnufélagsins:
Nú elskar hann alla ópersónulega, af því að hann er runninn saman
við hið eilífa, hefir gengið inn í ríki hamingju og lausnar og er
orðinn eitt með Ástvininum. Þessi einstaklingur, sem hóf göngu
sína fyrir aldaröðum síðan er nú orðinn eitt með Ástvininum og
elskar þess vegna allan heiminn, af því að Ástvinurinn býr í öllu, þó
á mismunandi þroskastigum sje.100
Þetta samræmist einnig því sem kemur fram í greininni „Í myrkri persónu-
leikans“ í Þjóðviljanum, samanber umræðuna hér að framan, þar sem Þór-
bergur segir að samkennd með öllum heiminum sé vottur um æðsta til-
verustig mannsins á jörðinni.101 Sá sem hefur náð því stigi í sálarþroska að
geta elskað allt og alla ópersónulega er þannig orðinn eitt með Ástvininum,
sínum innra manni, guði eða allífinu.102 Hann er búinn að sigrast á sínum
veraldlega manni, losna undan ég-vitundinni.
Undir lok Íslenzks aðals fer hinn ungi Þórbergur að átta sig á þessari
ópersónulegu ást, og rödd hins ópersónulega er að reyna að koma honum
99 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 29.
100 Krishnamurti, „Neistinn og bálið“, bls. 78.
101 Þórbergur Þórðarson, „Í myrkri persónuleikans“, bls. 7.
102 Johannes Hohlenberg er tíðrætt um allivet í bókinni Yoga i dens betydning for Europa
1916 sem Þórbergur þýðir ásamt Ingimari Jónssyni.