Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 72
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
71
hún talar um „hin[a] kvalaþrungnu tíma[…] sjálfslausnarinnar“ er leiði til
hins ópersónulega, sem sé „uppljómun og eilíft frelsi“.111
Ást Þórbergs á Elskunni hans gerir það smám saman að verkum að hann
fer að elska alla hluti. Þannig er hún mikilvægur þáttur í hinum andlega
þroska hins unga Þórbergs. Hún situr samt sem áður eftir „á viðkvæmasta
bletti sálarinnar eins og dásamlegt ævintýri, sem [hann] iðraði mikið eftir að
hafa ekki haft hugrekki til að lifa“.112 En hann og hans æðri maður virðast
vera sammála um það, samanber lokaorð kaflans:
En hvenær sem mér verður á að spyrja hinn slungna sálkönnuð í
sjálfum mér, hvað það sé í lífi mínu, sem ég saki mig sárast um að
hafa látið undir höfuð leggjast, þá verður honum þetta svar ævin-
lega fyrst á vörum: að hafa aldrei sýnt Elskunni þinni Síríus og hafa
aldrei kennt henni að heyra nið aldanna.113
Ástin og lífið toga þannig þrátt fyrir allt í Þórberg þó að hann viti af blekk-
ingunni. Þetta samræmist einnig svari Þórbergs þegar Matthías Johannessen
spyr hann í Í kompaníi við allífið hvar hann ætli að vera eftir þetta líf:
Því ræð ég sennilega ekki sjálfur. Helzt vildi ég vera í orsakaheim-
inum, þar sem menn sjá fyrst tilveruna eins og hún er. Ég er þegar
orðinn hálfleiður á þessari á haus standandi tilveru. Þó er líka ein-
hver skrattinn í mér, sem langar til að eiga þá heima í Bergshúsi
og vera að horfa á Síríus upp um þakgluggann við vangann á …114
Þegar Þórbergur sagði að viðjarnar sem reyra okkur við þennan skynjana-
heim væru máttugar, í fyrirlestrinum „Innheimar“ frá 1920, þá var hann
sjálfur ekki undanskilinn því. Þó að hann vilji á annað borð öðlast lausnina,
sjá allt eins og það er og öðlast eilífa sælu, þá er samt sem áður hluti af
honum sem vill halda áfram að velkjast um í tilfinningasveiflum skynjana-
heimsins og njóta þess að horfa á stjörnurnar og elska fallega stúlku.
Lífsstríð einstaklingsins — undirrót stéttabaráttunnar
Í „Opnu bréfi til Kristins andréssonar“ (1970) lýsir Þórbergur nánar fundi
sínum við Krishnamurti í Ommen í Hollandi árið 1931 og segist þar hafa
111 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 60.
112 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, síðara bindi, bls. 270.
113 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, síðara bindi, bls. 270.
114 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 252.