Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 74
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
73
Þórbergur sýnir þarna tengslin sem hann sér milli samfélagsmeina og þess að
vanrækja sinn innri mann, en hann virðist líta svo á að ákveðin afturför hafi
orðið frá sögutíma Íslenzks aðals. Víða í bókinni má greina söknuð sögumanns-
ins og væntumþykju gagnvart söguefninu, samanber orðin: „Sá, sem ekki man
þessa daga, – hann hefur ekki fundið forsmekk hins eilífa“119 og það má finna
ýmislegt sem sögumaður lítur á sem afturför í samfélaginu frá sögutíma til
ritunartíma. Við útkomu bókarinnar árið 1938 var uppgangur fasista mikill
um allan heim og aukin stríðsátök víða, upptaktur að síðari heimsstyrjöldinni,
og það má greina ákveðna ádeilu í bókinni, ekki síst á ungu kynslóðina, sem
hann segir á einum stað hafa misst hæfileikann til að hugsa með heilanum:
að ungir menn æptu hysteriskum ókvæðisorðum að fólki á götu
fyrir pólitískar skoðanir, að þeir hótuðu að misþyrma mönnum
fyrir fylgi við andstæðan stjórnmálaflokk, að þeir heyrðust bann-
syngja svertingja og bölva Gyðingum í sand og ösku, – svo hrakleg
heimska þekktist ekki hér á landi, fyr en hin uppvaxandi kynslóð
hafði misst hæfileikann til að hugsa með heilanum.120
Þórbergur fylgdist mjög vel með því sem var að gerast í heiminum og virtist
hafa séð fyrir í hvað stefndi, samanber athugasemd hans í bréfi til Margrétar
Jónsdóttur konu sinnar árið 1936:
[…] segðu Halldóri [Laxness], að nú sé ekkert annað fyrir okkur
að gera en að skjóta okkur eða hengja okkur eða drekkja okkur, því
að áður en þrjú ár verða liðin, verði fasisminn búinn að troða alla
Evrópu undir járnhæl villimennskunnar […].121
Ef tekið er tillit til viðtalsins við Sigurð Einarsson og þeirra vísana í verkið
þar sem Þórbergur ber saman sögutímann og samtímann, má ætla að Ís-
lenzkur aðall sé ekki pólitískt boðunarrit á sama hátt og þær bækur sem komu
á undan, Bréf til Láru og Rauða hættan. Engu að síður virðist hafa vakað fyrir
Þórbergi að benda á hvernig menn á ritunartíma bókarinnar hafi vanrækt
sinn innri mann og hvernig það hafi leitt þá í þær ógöngur sem heimurinn
sé staddur í á þeim tíma. Hann vill benda á það sem miður fer í samfélagi
manna, á blekkingu persónuleikans og þá sjálfselsku, eigingirni og fávisku
sem er undirrót hennar.
verða eitt með hinum ópersónulega eða allífinu.
119 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 7.
120 Sama rit, bls. 176.
121 Hér er vitnað í Pétur Gunnarsson, ÞÞ í forheimskunarlandi, bls. 37–38.