Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 75
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
74
Þórbergur lesinn
Hugmyndum nútímadulspeki, sem höfðu mótandi áhrif á verk margra lista-
manna í upphafi tuttugustu aldar og sem fjallað hefur verið um hér út frá
verkum Þórbergs, hafa almennt verið gerð mjög takmörkuð skil í íslenskri
bókmenntasögu.122 En það á ekki einungis við um Ísland. Benedikt Hjartar-
son hefur bent á að enda þótt hreyfingar eins og guðspeki, spíritismi og
sálarrannsóknir hafi verið fyrirferðarmiklar í evrópsku menningarlífi í upp-
hafi tuttugustu aldar hafi áhrif þeirra á listir tímabilsins lítið verið rann-
sökuð. Ástæðan sé líkast til sú að hreyfingarnar séu taldar óvísindalegar, and-
stæðar gagnrýninni og framsækinni fræðimennsku. Þegar áhrif guðspeki,
spírítisma eða dulspeki eru viðurkennd eru þau „tvíbent eða vafasöm ef þar
er unnið með dulspekilegar hugmyndir eða hafa í besta falli gildi þrátt fyrir
slík tengsl.“123
Ef viðtökusaga Þórbergs er skoðuð í þessu samhengi má ef til vill frekar
segja að lesendur hans hafi allt frá upphafi haft tilhneigingu til að leiða þenn-
an þátt verka hans hjá sér, þótt hann lítt áhugavert dæmi um sérvisku höf-
undarins eða hreinlega ekki komið auga á hann. Jafnvel Sigurður Einarsson,
sem tekur þetta merkilega viðtal við Þórberg í Tímariti Máls og menningar
við útkomu Íslenzks aðals, skrifar í næsta hefti ritdóm um bókina sem hefst á
þessum orðum:
Þessi bók er að því leyti einstök i öllum bókmenntum Íslendinga,
að hún lýsir fyrirbrigði, sem ekki hefur áður hlotið neina tjáningu
í íslenzkum bókum – bohéme-lífinu – útigangi sérviturra manna,
skálda, námsmanna, listamanna og almennra drykkjuræfla, utan við
hið formhelgaða þjóðfélagslíf.124
Og Sigurður endar bókadóminn með því að segja að þetta sé: „Skemmti-
leg bók, og merkileg bók fyrir þær myndir, sem hún sýnir af aldarfari og
mönnum á þá leið, sem nú getur ekki framar að líta.“125 Sem sagt ekkert
um lýsingu á „lífsstríði einstaklinga, ekki stétta“ sem þeim hildarleik, sem
122 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bendir á að þessi atriði hafi lítt eða ekkert verið nefnd
í íslenskri bókmenntasögu. „„að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum““, bls.
59.
123 Benedikt Hjartarson, „Úr duldardjúpum menningarinnar“, Ritið 1/2017, bls. 3–9,
hér bls. 6.
124 Sigurður Einarsson, „Þórbergur Þórðarson. Íslenzkur aðall“, Tímarit Máls og menn-
ingar 2/1938, bls. 16–17, hér bls. 16.
125 Sama rit, bls. 16–17.