Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 79
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
78
und.4 Um málfræðiiðkanir Þórbergs hefur þó minna verið skrifað en tilefni
er til og táknfræðingnum Þórbergi hefur einnig verið lítill gaumur gefinn.
Hér hyggjumst við annarsvegar ræða um stöðu málfræðingsins Þórbergs í
sögulegu samhengi, einkum afstöðu hans til ýmissa álitamála sem voru ofar-
lega á baugi meðal evrópskra málfræðinga framan af 20. öld. Hins vegar
ætlum við að huga lítið eitt að táknskilningi hans í bókinni Steinarnir tala
með hliðsjón af erlendum fræðikenningum, ekki síst hugmyndum brautryðj-
enda og stuðningsmanna líftáknfræðinnar svonefndu (e. biosemiotics). Þannig
reynum við að veita örlitla innsýn í það hvers háttar táknskilningur Þórbergs
er en í sömu mund opna gátt inn á svið sem kallar á frekari rannsóknir á höf-
undarverki hans öllu.
Steinaldarleikföng og listasmíðir
Í Ofvitanum lýsir Þórbergur því hvers hann vænti af íslenskukennslu í Kenn-
araskólanum vorið 1909:
Íslenzk málfræði? það hlýtur að vera allt annað en ritreglu-
skrattarnir sem ég las í kvöldskólanum hans ásgríms Magnússonar,
áður en ég fór á skútuna í vetur. Íslenzk málfræði hlýtur að vera um
það, hvernig orðin hafa skapazt, hvaða meining er í þeim, hvernig
eitt orð er skylt öðru. Hvers vegna heitir lúkarinn lúkar og káetan
káeta?5
Þessar vonir rættust reyndar ekki til fulls en þó lýsir Þórbergur íslensku-
kennslu doktors Björns Bjarnasonar frá Viðfirði hálfpartinn eins og ljósi í
myrkri meðal námsgreina Kennaraskólans. Síðar í sömu bók segir Þórberg-
ur frá raunum sínum við að lesa undir gagnfræðapróf í Menntaskólanum.
Sem fyrr gengur honum illa að festa hugann við námsbækurnar, með einni
undantekningu þó:
Ég var líka sjúklega forfallinn í íslenzka málfræði, leið illa á líkama
og sál, ef ég lét nokkurn dag svo líða, að ég læsi ekki dálítinn slurk
í málmyndalýsingu Wimmers eða Málfræði íslenskrar tungu eftir
Finn jónsson.6
4 Sjá til dæmis Benjamín Eiríksson, „Opið bréf til alþingismanna“, Vísir, 11. nóvem-
ber 1964, bls. 9.
5 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, Reykjavík: Mál og menning, 1979, bls. 9.
6 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, bls. 212. Bækurnar sem Þórbergur nefnir eru hand-
bækur um forníslenska málfræði, notaðar við kennslu í Menntaskólanum og raunar