Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 80
lEIKIð ORðTólUM
79
Í norrænunáminu í Háskóla Íslands voru aðalkennarar Þórbergs Björn M.
ólsen (bókmenntasaga, forn kveðskapur og málfræði) og jón jónsson (saga
Íslands) en einnig komu við sögu Holger Wiehe og Alexander jóhannes-
son, auk Sigurðar Nordal síðasta veturinn.7 Það var einkum Björn M. ólsen
og kennsla hans sem Þórbergi varð hugstæð. Í Endurfæðingakróniku sinni
orðar hann það svo: „Horfi á Björn M. ólsen í fjögur ár eins og hundtík á
húsbónda sinn“.8 Það hefur vafalaust verið fyrir áhrif af kennslu Björns að
Þórbergur tók sér fyrir hendur að semja skýringar við Snorra-Eddu sem
hann ætlaði til útgáfu en handritið mun hafa týnst áður en af því varð.9
Sú málfræði sem iðkuð var á Vesturlöndum framan af 20. öld var auðvitað
fyrst og fremst sögulegs eðlis, reist á grunni germanskrar og indóevrópskrar
samanburðarmálfræði. Samanburðarmálfræðin hafði unnið mikla sigra á 19.
öldinni, málfræðingum hafði tekist að setja fram lögmál um hljóðbreytingar
í grárri forneskju sem meðal annars var unnt að beita til að rekja saman ættir
flestra Evrópumála og sýna fram á skyldleika þeirra við indversk og írönsk
mál. Fyrir vikið voru málvísindi í miklum metum og gjarnan talin hafa bæst
í hóp „raunverulegra“ vísinda. Náttúruvísindin voru hin mikla fyrirmynd á
19. öldinni, rannsóknir í jarðfræði höfðu varpað nýju ljósi á sögu jarðarinnar
og þróunarkenning Darwins valdið straumhvörfum í sýn manna á sögu dýra-
ríkisins og þar með mannkynsins. Sumir málfræðingar á þessu skeiði litu svo
á að uppgötvanir í samanburðarmálfræði hefðu beinlínis lyft málvísindum
upp á stall náttúruvísinda – tungumál bæri að skoða sem náttúrufyrirbæri og
rannsaka þau sem slík, rétt eins og dýrategundir eða jarðmyndanir. Eflaust
höfðu slík sjónarmið sitt að segja um þá grósku sem hljóp í söfnun til sögu-
legra orðabóka í ýmsum Evrópumálum á 19. öld og entist fram á þá 20. Það
var álitið mikilvægt að safna ítarlegum gögnum, allt frá elstu ritheimildum
og fram til samtímans, safna sýnum sem nota mætti til að rekja söguna, skilja
líka í Háskóla Íslands eftir að hann kom til: ludvig F. A. Wimmer, Forníslenzk
málmyndalýsing, þýðandi Valtýr Guðmundsson, Reykjavík: Kristján ó. Þorgrímsson,
1885; Finnur jónsson, Málfræði íslenskrar túngu og helstu atriði sögu hennar í ágripi,
Kaupmannahöfn: Sigurður Kristjánsson, 1908.
7 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 17–18.
8 Stefán Einarsson, Þórbergur Þórðarson, fræðimaður – spámaður – skáld, fimmtugur,
Reykjavík: Heimskringla, 1939, bls. 9.
9 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 18–22. Auk þeirra áhrifa sem
formlegt nám í málfræði kann að hafa haft á Þórberg, má heldur ekki gleyma því
að meðal náinna vina hans voru að minnsta kosti tveir málfræðingar, þeir Stefán
Einarsson og jakob jóh. Smári. Faðir þess síðarnefnda, jóhannes l. l. jóhannsson,
var samstarfsmaður Þórbergs í orðasöfnun og samdi einnig málfræðirit.