Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 82
lEIKIð ORðTólUM
81
í málnotkun einstaklinga sem aflvaka málbreytinga.13 Um og eftir aldamótin
1900 voru slíkar raddir orðnar háværari en eftir sem áður lá allur þungi
málfræðiiðkana í samanburðar rannsóknum þar sem menn kepptust við að
rekja orðsifjar og endurgera horfin fornmál samkvæmt nýlega uppgötvuðum
hljóðlögmálum. líklega hafa þó margir málfræðingar látið sér spurninguna
um uppruna mannamáls og orsakir þróunar þess í léttu rúmi liggja, slíkar
vangaveltur kölluðu þýskir samanburðar málfræðingar Sprachphilosophie og
töldu þær vart koma sér við.14
Hvar skyldi svo málfræðingurinn Þórbergur Þórðarson standa gagnvart
þessum álitamálum? Einu ritin sem eftir hann liggja og beinlínis mætti kenna
við málfræði eru annars vegar Leiðarvísir um orðasöfnun (1922) og Alþjóðamál
og málleysur (1933) en mál og málfræði kemur við sögu í fleiri verkum, nefna
má stílfræðiritgerðina „Einum kennt – öðrum bent“ (1944) og Sálminn um
blómið (1954–55) sem er öðrum þræðinum athugun á málþroska barns. Að
auki er svo að finna á víð og dreif í verkum Þórbergs athugasemdir sem
varpa ljósi á viðhorf hans til málfræði.
Þórbergur starfaði um árabil við söfnun orða úr talmáli – og telja má þá
iðju hans einn af fyrstu vísunum að Orðabók Háskólans.15 Meðfram sjálfri
söfnuninni samdi hann fyrrnefndan Leiðarvísi þar sem hann lýsir rækilega
þeim aðferðum sem hann álítur að beita eigi í orðasöfnun af þessu tagi. Þar
er lögð ofuráhersla á ítarlega og nákvæma upplýsingaöflun og skráningu, svo
minnir helst á lýsingar hans sjálfs á mælinga- og skráningaráráttu ofvitans í
Suðursveit. Það þarf því ekki að efast um að Þórbergur leit svo á að málfræði
og málsaga yrði að byggjast á ítarlegri og nákvæmri gagnaöflun úr máli sam-
tímans – þar var hann á sama róli og ungmálfræðingarnir þýsku sem vissu-
lega litu til empírískra aðferða náttúruvísindanna sem fyrirmyndar.16 En það
er öllu hæpnara að hugmyndir Þórbergs um tungumálið hafi átt meira sam-
13 Þar má nefna Bandaríkjamanninn William Dwight Whitney, Frakkann Michael
Bréal og Þjóðverjann Philipp Wegener, sjá bók Brigitte Nerlich, Change in Lang-
uage, sem fjallar um þessa þrjá málfræðinga.
14 Brigitte Nerlich, Change in Language, bls. 9–10.
15 Guðrún Kvaran, „Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mæltu máli“, bls. 162–165;
sama, „Sérsöfn Orðabókar Háskólans“, Orð og tunga 1/1988, bls. 51–64, hér bls.
57–60.
16 Ungmálfræðingar (þý. Junggrammatiker) voru hópur þýskra samanburðarmálfræð-
inga undir lok 19. aldar sem lögðu meðal annars áherslu á að hljóðbreytingar væru
almennar og undantekningalausar og settu sögulegri málfræði strangari aðferða-
fræði en áður hafði tíðkast, hún yrði til að mynda að byggjast á traustum heim-
ildum um raunverulega málnotkun. Sjá til dæmis Anna Morpurgo Davies, History of
Linguistics. Volume IV, bls. 226–278.