Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 88
lEIKIð ORðTólUM
87
Það kann að orka undarlega á nútímafólk hve Þórbergi og jespersen er
mikið niðri fyrir í umræðunni um rætur málbreytinga en þar er rétt að hafa
í huga að trúlega eru deilur um þessi efni öðrum þræðinum liður í þeirri
hugmyndabaráttu sem setti svip sinn á fjórða áratug 20. aldar. Alþjóða-
hyggjumenn, þar á meðal esperantistar og aðrir alþjóðamálssinnar eins og
Þórbergur og jespersen, andæfðu af hörku vaxandi þjóðernishyggju í Evr-
ópu sem sótti meðal annars rök til hugmynda um ólíkt „eðli“, skapferli og
hugarfar einstakra þjóða – sem menn þóttust sjá merki um í þjóðtungum og
þróun þeirra.32
Í Eddu Þórbergs er að finna alllanga frásögn undir yfirskriftinni „Tumma
Kukka“33 sem segja má að snúist um málfræði, þótt „uppgötvanirnar“ sem
þar eru kynntar séu ekki ýkja traust vísindi. Meginefni þáttarins eru kátlegar
vangaveltur Þórbergs um uppruna og merkingu finnskra orða sem urðu á
vegi hans er hann staldraði við í Helsinki „frá kl. 2.42 til 11.20 síðdegis“ á
leið sinni til Sovétríkjanna sumarið 1934. Hann kann auðvitað enga finnsku
en skýrir allt út frá íslensku, fornri og nýrri, af talsverðum lærdómi og dreg-
ur óspart ályktanir um sögu og menningu Finna út frá skýringunum. Sem
dæmi um orðskýringarnar má taka eftirfarandi klausu:
Ég hallaðist helzt að þeirri skoðun, að Suomi væri samsett orð
og samsetningarliðirnir væru su og omi. Su virtist mér vera frum-
norræni stofn kvenkynsorðsins suz, sem síðar r-hljóðverptist í sýr
= gylta (eigarfall flt. súa). Merking síðari liðarins, omi var mér aftur
a móti óljósari. Þó sýndist mér það skýrt, að omi væri fornnor-
rænt orð og veik mynd af orðinu ómur = hljómur, hávaði. En þessa
veiku orðmynd mátti skýra á tvo vegu. Í fyrsta lagi gat hún verið
gamla óðinsheitið ómi og Suomi í því tilfelli verið ævaforn kenn-
ing með [n]afnorðs merkingu og táknað þann óma (óðinn), sem
gætir svína, svínahirði. Síðan hafi það orðið heiti á landinu. [...]
Svínarækt hefur sennilega verið mikil í Finnlandi til forna.34
32 Hugmyndir af þessu tagi voru ekki síst sóttar til þýsku heimspekinganna johanns
Gottfrieds Herder (1744–1803) og johanns Gottliebs Fichte (1762–1814). Sjá til
dæmis Alan Patten, „“The Most Natural State”. Herder and Nationalism“. History
of Political Thought 4/2010, bls. 657–689; Arash Abizadeh, „Was Fichte an ethnic
nationalist? On cultural nationalism and its double“, History of Political Thought
2/2005, bls. 334–359.
33 Þórbergur Þórðarson, Edda Þórbergs Þórðarsonar, bls. 174–188.
34 Sama rit, bls. 178.