Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 94

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 94
lEIKIð ORðTólUM 93 Málarar, myndhöggvarar og tónsnillingar geta skilið hver annars verk, hvar sem þeir eru staddir á heimskringlunni. jafnvel asni vest- an úr Bólivíu getur skilið fullum fetum nafna sinn austur í Make- dóníu. En þeim, sem hefur hlotnast það virðulega hlutskipti að flytja mönnunum heimspeki, skáldskap og vísindi, – þeir eiga ekk- ert sameiginlegt hjálpartæki til þess að tjá með hugmyndir sínar.49 Eins og sjá má leggur Þórbergur til jafns tjáningu þeirra sem styðjast við tungumál og hinna sem styðjast við liti og form eða tóna af ýmsu tagi til að miðla því sem í þeim brýst. En ekki nóg með það. Hann er ekki bara með hugann við menn, heldur líka dýr: Asninn sem rymur, hefur sitt að segja ekki síður en heimspekingar, skáld og vísindamenn. á fjórða áratug síðustu aldar þegar Þórbergur lætur þessi orð falla er táknskilningur Saussures – sem leit á mennskt tungumál sem aðaltáknmálið og lagði höfuðáherslu á tákn sem ætlaður var ákveðinn tilgangur – tekinn að ryðja sér til rúms við vestræna háskóla.50 Þórbergur tileinkar sér ekki þann skilning – kannski fyrir áhrif frá jespersen – heldur stendur hann í táknhug- myndum sínum nær bandaríska heimspekingnum Charles Sanders Peirce (1839–1914) en hann hefur verið kallaður faðir táknfræðinnar.51 Peirce taldi að tákn væri einfaldlega hvaðeina sem túlkað væri svo að það stæði fyrir annað og meira en sjálft sig í einhverju tilliti eða í krafti einhvers. Það skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða andvarp eins og „Æ, mig verkjar svo“ sem talið er vitnisburður um sársauka; fótspor í sandi sem menn útleggja þann- ig að ísbjörn hafi gengið á land eða hreyfingar þvotts á snúru sem verða til 49 Þórbergur Þórðarson, Alþjóðamál og málleysur, bls. 17. 50 Sem kunnugt er þekktu menn á 20. öld verk Saussures einungis af glósum nemenda úr fyrirlestrum hans og þá ekki síst þeim sem voru teknar saman af Charles Bally og Alberts Sechehay í samvinnu við Albert Riedlinger á árunum 1905–1911. Útgáfa þeirra, Ferdinand de Saussure, Course in General Linguistics, kom fyrst út á frönsku 1915. Um táknfræði, sem Saussure nefnir „semiology“, er fjallað á bls. 16–17 og þar er hún talin verða frekast á sviði sálfræði í framtíðinni. Táknskilningur Sauss- ures sætti snemma gagnrýni fyrir að vera of þröngur – samanber þekktan fyrirlestur Valentins Voloshinov, [enskt heiti „The newest trends in linguistic thought of the West“] 1928 – og hefur verið kenndur við mannhverfu (e. anthropocentrism), sjá Su- san Petrilli, „The Critique of Glottocentricism. European Signatures Plenary lect- ure 9 October 2012“, 11th IASS Congress, Nanjing Normal University, China, 5.–9. október, 2012, bls. 1–17, hér bls. 1–2, sótt 19. janúar 2020 af http://www.augusto- ponzio.com/files/petrilli-plenary-final.pdf. Um fyrirlestur Voloshinovs og önnur skrif, sjá einnig Sheila Vieira de Camargo Grillo og Ekaterina Volkova Americo, „Valentin Nikolaievitch Voloshinov. Documented Details of his life and Works“, Alfa. Revista de Lingüística 2/2017, bls. 339–367. 51 Til gamans skal nefnt að móðir táknfræðinnar er Victoria Welby (1837–1912).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.