Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 95
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
94
þess að fólk segir hvert við annað: „Hann er að snúast í vestanátt.“ Að auki
var Peirce þeirrar skoðunar að þegar menn næmu tákn risi annað nýtt upp í
huga þeirra og að „hver hugsun gæti af sér aðra“.52
Táknskilningur Peirce gengur vitaskuld þvert á hugmyndir þeirra vís-
indamanna sem telja að lifandi og dauð náttúra sé bara það sem hún er og
geti ekki staðið fyrir neitt annað.53 Og það á ekki síður við um táknskilning
Þórbergs. Steinarnir tala, fyrsta bindið af minningafrásögn skáldsins um
uppvöxt hans í Suðursveit segir frá atburðum seint á nítjándu öld, fæðingu
hans sjálfs, drengsins Bergs, og mótun sjálfsins á bernskuárum hans.54 Frá-
sögnin er ýmist í þriðju persónu eða fyrstu persónu. Sé um fyrstu persónu
frásögn að ræða birtist Þórbergur fullorðinn, sviðsettur sem sögumaður, og
lætur lesendur sína einatt upplifa það hvernig Bergur litli veltir vöngum yfir
táknum. litli drengurinn reynist ansi glúrinn í táknráðningu. Í huga hans er
reykurinn til að mynda ekki bara reykur heldur benditákn (e. index) – svo að
vísað sé til Peirce.55 Fyrir vikið leggur sá stutti niður fyrir sér hvort reykur-
inn rýkur „glóðarkökulega“, eins og stundum úr eldhúsinu hjá Guðleifu í
Gerði; hvort hann breiðir sig um túnið á Hala og spáir „bjartviðri og veður-
blíðu daginn eftir“ eða strókar „sig drembilega beint upp í loftið“ þannig að
52 Charles Peirce 2.229, hér eftir james jakób liszka, A General Introduction to the
Semiotic of Charles Sanders Peirce, Bloomington og Indianapolis: Indiana University
Press, 1996, bls. 41.
53 Um það efni sjá til dæmis Donald Favareau, „Introduction“, Essential Readings in
Biosemiotics. Anthology and Commentary, Heidelberg, london og New York: Sprin-
ger, 2010, bls. 1.
54 Margir hafa fjallað um bókina Steinarnir tala og flokkað hana á ýmsan veg og fáein
dæmi skulu nefnd um það. Pétur Gunnarsson kallar hana – með augum skáldsins
– „kennslubók í því hvernig mannlíf getur öðlast ævarandi líf í frásögn“, sjá ÞÞ í
forheimskunarlandi, Reykjavík: jPV útgáfa, 2009, bls. 179; Atli Antonsson og Gunn-
þórunn Guðmundsdóttir líta fremur á hana sem endurminningar en ævisögu, sjá
„Combrey og Suðursveit. Um minni og þroska í Steinarnir tala og Leiðin til Swann“,
„að skilja undraljós“. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni, ritstjórar
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík: Bókmennta- og
listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2010, bls. 60–81, hér bls. 63;
Soffía Auður Birgisdóttir tengir Suðursveitarbálkinn bæði sjálfsævisögu og endur-
minningum, leggur áherslu á skáldaða þáttinn í Steinarnir tala og nefnir að bálkinn
allan megi einnig tengja héraðs-/svæðisbókmenntum eða staðarbókmenntum, sjá
Soffía Auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég, bls. 113–115.
55 Peirce skipaði táknum í þrjá flokka. Sviptákn (e. icon) bera svip af eða líkjast fyrir-
bærinu sem þau vísa til, svo sem landakort og hljóðgervingar; benditákn (e. index)
„benda á“ það sem þau vísa til, eins og atviksorðin þarna og hérna, en symból (e.
symbol) standa fyrir tiltekið fyrirbæri vegna viðtekinnar venju. Í hópi hinn síðasttöldu
eru flest tákn í máli.