Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 99
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
98
heimskenninganna virðist hinn sviðsetti sögumaður í Steinarnir tala hafa
áþekkan skilning og Uexküll í ýmsum lýsingum sínum á náttúrunni – og
eigna þær einatt drengnum Bergi. Hafa má það til marks um hvernig hug-
myndir geta lifað í tímunum og sett svip sinn á menn á ólíkum stöðum.
Guðspekin og austrænu fræðin verða til þess að Þórbergur ætlar dýrunum
sál.66 En þegar Bergur litli les til dæmis úr andliti kúnna að þær hugsi um
menn, öfugt við hesta og kindur, og bregðist við í samræmi við það, gengur
hann sýnilega útfrá að hver dýrategund eigi sér sinn táknheim. Af ýmsu at-
hæfi kúnna ræður hann líka að þær geti ekki stillt sig um að sýna mönnum
sjálfstæði sitt, samanber þessa lýsingu á heimrekstri þeirra:
Stundum stóðu þarna drýli, og þá sagði maður við þær: „Farið þið
nú ekki í drýlið!“ En viti menn! áður en minnst varði vippa þær
sér út fyrir götuna og reka hausana í nokkrar drýlur og velta þeim
um koll. Svo brugðu ókindurnar á hopp og settu upp rassinn beint
framan í mann, og það var auðséð á þeim, hvað þær voru ánægðar
með sig […]. (bls. 111–112)
Frásögnin af hundinum Seppa er líka skýrt dæmi um að hinn sviðsetti Þór-
bergur lætur drenginn álíta að táknheimur dýra sé annar en manna.67 Seppi
á það til að gelta á kvöldin án nokkurs sjáanlegs tilefnis og sögumaður segir:
Hvaða ósköp voru þetta? Eitthvað hefur Seppi séð. En hvað sá
hann? Það var einn af leyndardómum lífsins. Samt var þetta mikil
kennslustund í tilveru einhvers sem mér var hvorki gefið að sjá né
heyra. (bls. 125)
lesendum er sýnilega ætlað að ráða af þessu að Bergur litli hafi komist að
þeirri niðurstöðu að Seppi skynjaði tákn þar sem mennirnir skynjuðu engin,
sem mætti orða svo að drengurinn hefði áttað sig á að skynheimur hundsins
væri annar en manna.
En það er ekki bara skilningurinn á táknheimi dýra sem tengir Þórberg
og Uexküll. Einkar skemmtilegt er að þeir virðast báðir – rétt eins og jesper-
66 Samanber Stefán ágústsson, „Allt sem hefur verið til, heldur áfram að vera til“, Ritið
2/2020, bls. 7–40, hér bls. 29–32. Einnig skal minnt á fyrrnefndan fyrirlestur Stefáns
og BA-ritgerð hans, „Hvílik eilífð er líf steinsins!“. Dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar,
Steinarnir tala, Háskóla Íslands, 2018. Soffía Auður Birgisdóttir hefur nýlega fjallað
um það sem hún nefnir dýrafræði Þórbergs, sjá „Hin skemmtilega dýrafræði Þór-
bergs Þórðarsonar og möguleikar hennar“, Ritið 1/2020, bls. 141–162.
67 Samanber Stefán ágústsson, „Allt sem hefur verið til, heldur áfram að vera til“, bls.
30