Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 100
lEIKIð ORðTólUM
99
sen – hafa verið uppteknir af sýn barna á heiminn. Uexküll gaf út myndabók
árið 1934 sem mætti kalla Spássértúra um skynheim dýra og manna. Myndabók
ósýnilegra heima.68 Því hefur verið haldið fram að sjálft form bókarinnar vitni
um að Uexküll hafi jafnan talið eitthvað barnslegt og ævintýralegt við rann-
sóknir sínar á smádýrum.69 Bókin hefur verið túlkuð svo að í henni sé gert
út á „þriðja minnið“ (e. tertiary memory) svokallaða – og þess konar athygli
sem einkennir börn; þau eru allajafna opin fyrir því að eitthvað nýtt beri
fyrir augu og bara brot af fyrirbærum og aðstæðum blasi við. Hugmyndina
um „þriðja minnið“ sækja menn þá til franska heimspekingsins Bernards
Stieglers – sem hefur það aftur úr tölvunarfræðum. Það er í rauninni minni
sem er búið að útvista í krafti tækninnar – í víðri merkingu þess orðs – og
teikningar af náttúrunni eru þá dæmi um slíka útvistun.70
Steinarnir tala er að sönnu ekki myndabók. Þar eru þó dregnar með orð-
um margar áhrifamiklar myndir, og orð á blaði eru líka vitnisburður um
„þriðja minnið“ að skilningi Stieglers. lesendur geta því borið saman af-
stöðuna til barna í Spássértúrunum og Steinarnir tala. Þeir geta til að mynda
velt fyrir sér þessum myndum úr bók Uexkülls, þar sem skógarvörður horfir
annars vegar á tré en hins vegar lítil stúlka:71
68 jabob von Uexküll og Georg Kriszat, Streifzüge durch die Umwelten von Tieren und
Menschen. Ein Bilderbuch unsichtbarer Welten, Bedeutungslehre, formáli Adolf Port-
mann, Hamburg: Rowohlt, 1956. Orðið spássértúrar er hér valið af því að í sam-
heitaorðabókinni, sem byggir meðal annars á orðum frá Þórbergi, er sögnin spásera/
spásséra eitt af flettiorðunum, sjá Íslensk samheitaorðabók, ritstjóri Svavar Sigmunds-
son, Reykjavík: Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar jónsdóttur, Há-
skóla Íslands, 1985, bls. 445.
69 Stephen loo og Undine Selbach, „„A Picture Book of Invisible Worlds“. Semblan-
ces of Insects and Humans in jakob von Uexküll´s laboratory“, Angelaki, Journal of
the Theoretical Humanities 1/2013, bls. 45–64, hér. bls. 46.
70 Sama heimild, bls. 52.
71 jabob von Uexküll og Georg Kriszat, Streifzüge durch die Umwelten von Tieren und
Menschen, bls. 95.