Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 102
lEIKIð ORðTólUM
101
þeim.73 Svo sjálfsögð sem þessi fullyrðing virðist, er hún lykilatriði. Í Stein-
arnir tala vinnur sögumaður með þriggja þátta tengslin á tveimur sviðum,
sínu eigin sem fullorðins manns og á sviði drengsins Bergs. Það veldur því
að hann getur ekki aðeins eignað drengnum afstöðu fullorðinsáranna heldur
líka vakið athygli á því hvað strákur vissi eða skildi ekki. Ætlun sögumanns
virðist einkum vera, að gera sjálfum sér þannig skil að honum líki – fá þar
með botn í sjálfan sig – og halda til haga þekkingu á aðstæðunum sem hann
bjó við.74 Og kannski er það ekki síst „tvöföldun“ þriggja þátta tengslanna
sem gerir sögumanni kleift, rétt eins og Hoffmeyer, að gefa lesendum inn-
sýn í breytingar og þróun, jafnt á lífi manna sem dauðri náttúru, svo ekki sé
talað um samspil minnis og gleymsku. Hann hugsar um sögu og í sögum:75
Ég stanzaði líka stundum hjá steini, sem stóð við götuna skammt
fyrir neðan og austan borgina. Hann var gamallegur og hafði horft
á margar kynslóðir fara um veginn. Fyrir meira en hundrað árum
þegar Þorsteinn skáld tól var að vaxa upp á Gerði, þá hafði þessi
steinn virðulegt nafn og var kallaður Hægur. Þá fór fólk stundum
á hestbak við hann. Nú var hann engum til gagns og nafn hans
aðeins nefnt í minningu elztu manna. Svo kom hlaup úr fjallinu og
tróð sér upp að honum allt í kring, og þá varð hann lítill. (bls. 120)
Hér er minnst á hugsanlegan samhljóm með kenningum Hoffmeyers og bók
Þórbergs til að setja á oddinn hversu langt á undan íslenskri samtíð sinni
Þórbergur var í táknskilningi sínum. Auk guðspekinnar og austrænu fræð-
anna hefur náttúrutrúin – veganestið úr Suðursveit sem einkennir meðal
annars Steinana – vísast lagt sitt til hins sérstæða táknskilnings hans.76 En nú
73 jesper Hoffmeyer, Signs of Meaning in the Universe, bls. 51. á ensku segir: „Thus, a
“self” presupposes a three-factor relation in which the individual refers both to the
situation in which he finds himself and to his own presence in that situation.“
74 Atli Antonsson og Gunnþórunn Guðmundsdóttir telja að „nokkuð ólíkar áherslur“
séu að baki annars vegar Suðursveitarbókunum og hins vegar Íslenzkum aðli og Of-
vitanum. Þeim virðist „nákvæmni og sannverðugleiki“ skipta meiru í Suðursveitar-
bókunum en hinum þannig að „skráningarmarkmiðið“ hafi verið Þórbergi efst í huga
í hinum fyrrnefndu. Í samræmi við það telja þau að hann hafi fremur ætlað sér að
skrifa endurminningar með Suðursveitarbálkinum en sjálfsævisögu. Sjá „Combrey
og Suðursveit. Um minni og þroska í Steinarnir tala og Leiðin til Swann“, bls. 63.
75 Við bætist auðvitað fleira, meðal annars hugmyndir um skiptingu vitundarinnar, til
dæmis úr sálfræði og nýjógafræðum sem Þórbergur kynnti sér, sjá Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir, „Að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum“, einkum bls. 18–23.
76 Sjá Stefán ágústsson, „Allt sem hefur verið til, heldur áfram að vera til“ og BA-rit-
gerð hans „Hvílík eilífð er líf steinsins!“. Dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar, Stein-
arnir tala, Háskóla Íslands, 2018.