Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 114
AMOEBA TERRICOLA
113
amöbuna svo hún fellur saman, dregur útfrymið sig saman í hring á bak við
sárið og myndar háls sem verður sífellt mjórri og girðir skaddaðan hlutann af.
Litla sárið, sem enn má draga inn, lokast án þess að nokkuð fari forgörðum
en verulegum hluta líkama dýrsins er fórnað þegar stóra sárinu er lokað.
Eftir að dýrið deyr myndar útfrymið grófa húð sem ekkert kemst gegn-
um. Penard gat fylgst með því hvernig smáormur, sem líklegast var gleyptur
sem egg, reyndi árangurslaust að sleppa úr rammgerðri dýflissunni eftir að
hann klaktist út í dauðri amöbu.
Hreyfingar útfrymis slímdýra hafa hingað til ekki verið greindar en Max
Schultze lýsir því hvernig agnir berast um í krafti þeirra. Við vitum jafnlítið
um streymi innfrymisins, vitum ekki hvernig því er háttað burtséð frá amöb-
um og þá einkum hjá öllum bifdýrum og í mörgum plöntufrumum. Hreyf-
ingum frymisins í skel slímdýrsins gromia brunneri lýsir Penard með þessari
einkennilegu athugasemd: „Hjá þessum dýrum (ef þau eru við góða heilsu)
sést gjörvallt frymið í allri sinni þyngd undirorpið sífelldri hringhreyfingu
meðfram innri hlið skeljarinnar. Oft myndast gagnstæðir straumar sem
skerast. Ef skelin er kramin í sundur, berst plasmað út og skiptir sér í fjölda-
margar hringlaga smákúlur. Eftir stutta hvíld taka þær stærri að snúast um
sjálfa sig með hægum en stöðugum hringsnúningi.“ Þessi leyndardómsfulli
hringsnúningur sem við vitum ekki hvort rekja megi til strauma útfrymisins
eða innfrymisins leiðir okkur að straumunum í innfrymi amoeba terricola.
Innfrymið virðist einnig misþétt hjá amöbunni okkar. Að minnsta kosti
hefur Dellinger þetta að segja um það: „Innfrymið verður að vera þann-
ig gert að aðra stundina leyfi það ögnunum að hreyfa sig frjálsum en hina
stundina haldi það þeim örugglega í skefjum.“
Eitt helsta verkefni innfrymis amaba felst í því að mynda iðandi safabólur
með innri samdrætti. Hjá amoeba terricola er hin iðandi safabóla lítil vatns-
blaðra sem er umkringd þéttum plasmafaldi. nái blaðran tiltekinni stærð
leysist plasmafaldurinn upp á einum stað, innfrymið smýgur inn í blöðruna
og vökvi hennar hverfur. Safabólan myndast úr fjölmörgum smáum blöðrum
sem renna saman. Hún er ávallt nærri afturenda dýrsins, þétt við útfrymið,
sem hún virðist föst við. Örsjaldan kemur fyrir að hún hrekst fram á við með
rennsli innfrymisins. Þegar það hendir myndast óðara ný blaðra á gamla
staðnum hennar. Tíminn milli þess að safabóla myndast og líður hjá er alltaf
beinlínis háður þeim hraða sem allur líkaminn mjakast áfram á. Því hraðar
sem dýrið skríður þeim mun hraðar rísa nýjar safabólur.
Streymi innfrymisins virðist leika mikilvægt hlutverk í því hvernig viss
fæða er innbyrt. Rhumbler greinir frá því að amoeba terricola taki oft til sín