Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 116
AMOEBA TERRICOLA
115
Amoeba terricola lætur sér ekki plöntufæði nægja, heldur er hún einn-
ig hættulegur ræningi. Fyrir tilstilli sinna hægu og ógreinanlegu hreyfinga
fram á við, kemst hún án þess að áreita í tæri við bifdýr og smá hjóldýr sem
festast umsvifalaust við ræningjann og losna ekki frá honum aftur.
Hæfileiki amaba til að greina á milli áreitis í umhverfi sínu er því ekki
eins lítill og hann getur virst vera við fyrstu sýn. Við bætist sá hæfileiki að
geta aðskilið líkamann frá öllu öðru. Aldrei nokkurn tíma mun amaba renna
saman við aðra amöbu af sömu tegund eins og Schultze hefur greint frá.
Hafi hlutar eigin líkama amöbu skilist að getur hún hins vegar sameinað þá á
ný eins og Jensen hefur sýnt fram á. Amoeba terricola lætur fremsta hluta hins
afturbeygða skinfótar síns endrum og eins renna saman við afturhluta eigin
líkama, en hún rennur þó aldrei saman við framandi einstakling. Hjá æðri
dýrum gengur allt út á að koma í veg fyrir að þau éti sig sjálf, en það skiptir
ekki nokkru máli hjá amöbum vegna þess að sjálfsát spillir ekki byggingu
dýrsins á nokkurn hátt. Í stuttu máli sagt snúast hlutverk útfrymisins um
breytingar á formi og þéttleika og að skapa límkennda áferð. Þessi starfsemi
er kölluð fram til skiptis með mismunandi áreiti.
Hlutverk innfrymisins takmarkast við meltingu, öndun og losun úrgangs-
efna, sem eiga sér stað í samfelldri hringrás. Samanherpt safabólan sér fyrir
sérstöku rennsli safans sem smýgur inn í hringsnúandi massa innfrymisins.
Ef við lítum nú um öxl og virðum fyrir okkur amoeba terricola, þá sjáum
við fyrir okkur einkar elskulegt listaverk sem hefur skapað sinn eigin heim
í öðrum framandi þar sem hún dvelst róleg eins og hún svífi um í föstum
skorðum. Til að kynnast þessum skynheimi betur verðum við að gleyma því
hvaða áhrif umhverfi amöbunnar hefur á sýn okkar. Hér er ekki um að ræða
alla hina litríku og margbreytilegu hluti eins og þræði þörunganna, bifdýr,
hjóldýr, smásteina og grot. Heldur er það veikt og sterkt áreiti sem aðeins er
hægt að aðgreina eftir styrk þess, hvort sem það er leyst úr læðingi aflfræði-
lega, efnafræðilega eða fyrir tilstuðlan ljóss. Við þetta bætist sérstakt áreiti
fæðunnar sem gerir útfrymið límkennt og linar það.
Þannig hangir amaban í skynheimi sínum eins og í þremur gerðum af
gúmmíþráðum sem styðja við hana hringinn í kring og stýra og ákvarða allar
hennar hreyfingar. Þetta litla brot heimsins er samkvæmt sjálfu sér, það er
einfaldara og býr yfir færri mótsögnum en okkar heimur en jafnast um leið
á við hann í skipulagi og listilegri sköpun.
Jón Bjarni Atlason þýddi